Viðskipti innlent

Bílaleigum afhentir 250 nýir Hyundai bílar

Hyundai er fyrst bílaumboða þetta vorið að afhenda nýja bíla til bílaleiga en þær hafa nú fest kaup á u.þ.b. 250 nýjum Hyundai bílum af gerðunum i30 og i20 sem verða afhentir á næstu vikum.

„Þetta er eins og að vakna upp af löngum dvala, starfsfólkið lifnar við eftir margra mánaða rólegheit og finnur að loksins er eitthvað skemmtilegt að gerast. Eins og að komast á vertíð að sjá alla þessa bíla tilbúna til afhendingar" segir Loftur Ágústsson markaðsstjóri B&L og Ingvars Helgasonar í tilkynningu um málið.

„Það er ekki eðlilegt að bílasala stoppi nánast algjörlega eins og verið hefur undanfarna 18 mánuðið. Við verðum að halda áfram eðlilegri endurnýjun. Það er beinlínis óhagkvæmt til lengri tíma að hægist svo mikið á bílasölu að ekki náist eðlileg endurnýjun eins og fram hefur komið í nýlegum gögnum Bílagreinasambandsins sem sýna að bílafloti Íslendinga er eldri og af sömu sökum meira mengandi en í flestum löndum Evrópu" segir Loftur

„Kreppan hefur gert það að verkum að við höfum lagst af meiri þunga á okkar samstarfsaðila um að fá nýtt og betra verð sem getur hjálpað okkur í samkeppninni og gert okkur kleift að bjóða bílaleigum og almenningi nýja bíla á viðráðanlegu verði. Hyundai er framleiðandi sem hefur haft burði og vilja til að koma til móts við okkar kröfur og því getum við boðið nýju bílana frá Hyundai á verði sem fáir standast snúning."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×