Skiptakostnaður Baugs orðinn um áttatíu milljónir Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2010 18:30 Höfuðstöðvar Baugs voru við Túngötu 6. Skiptakostnaður þrotabús fyrirtækisins er orðinn um áttatíu milljónir króna. Skiptakostnaður vegna þrotabús Baugs Group stefnir nú hraðbyri á hundrað milljónir króna, en gæti orðið á þriðja hundrað milljónir ef búskiptin taka þrjú ár eða lengur eins og allt bendir til. Erlendur Gíslason, lögmaður hjá Logos, var skipaður skiptastjóri þrotabús Baugs þegar fyrirtækið var lýst gjaldþrota hinn 13. mars á síðasta ári. Eftir háværa umfjöllun um hæfi Logos til að stýra þrotabúinu var Anna Kristín Traustasdóttir, löggiltur endurskoðandi, skipuð við hlið Erlends. Erlendur segir að skiptakostnaður þrotabúsins standi nú í áttatíu milljónum króna. Kostnaður vegna skiptanna hefur því verið á sjöttu milljón króna á mánuði frá gjaldþroti en stærstur hluti upphæðarinnar hefur farið til Logos. Óhætt er að fullyrða að gjaldþrot Baugs sé eitt stærsta gjaldþrot íslensks fyrirtækis í sögunni, en kröfur í þrotabúið nema rúmlega 319 milljörðum króna. Búist er við að skiptin taki nokkur ár en ef menn gefa sér að þau taki þrjú ár, er ljóst að ef kostnaður helst svipaður munu búskiptin koma til með að kosta á þriðja hundrað milljónir króna. Skiptakostnaður telst til algjörra forgangskrafna og því greiða skiptastjórarnir sér laun áður en þeir greiða öðrum. Anna Kristín sagði í samtali við fréttastofu í dag að í raun og veru væru allar eignir þrotabúsins til sölu. Það er samt ekki mjög mikið til umráða því nær allar verðmætustu eignir Baugs eru veðsettar. Þrotabúið hefur engin yfirráð yfir Iceland Foods verslanakeðjunni í Bretlandi þar sem hún er að fullu veðsett, en um var að ræða eina verðmætustu eign Baugs. Eignarhlutur þrotabúsins í breska tískuhúsinu Matthew Williamson er óveðsettur og vonast þrotabúið til að fá eina til tvær milljónir punda fyrir hlut sinn í fyrirtækinu, að sögn Erlends Gíslasonar. Skiptastjórarnir biðu nú eftir niðurstöðu úr riftunarmálum sem þrotabúið hefði höfðað fyrir dómstólum hér á landi og erlendis. Stærsta málið er vegna ráðstöfunar á 30 milljarða króna söluandvirði Haga þegar félagið var selt sumarið 2008 til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. sem var í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu, en kaupverð var notað til að greiða niður hluta skulda Baugs við Glitni og Kaupþing auk þess sem Baugur keypti hlutabréf í sjálfum sér af eignarhaldsfélögum eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og Hreins Loftssonar. Þrotabúið hefur höfðað mál gegn Gaumi, Gaumi Holding, ISP eignarhaldsfélagi, Bague S.A sem var í eigu Hreins Loftssonar og Arion banka til að endurheimta fé. Ekki liggur fyrir hvað fæst upp í almennar kröfur í þrotabúið en Erlendur Gíslason sagði í samtali við fréttastofu að mjög lítið myndi fást upp í þær, en sagðist ekki treysta sér að nefna prósentur í því samhengi. Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Skiptakostnaður vegna þrotabús Baugs Group stefnir nú hraðbyri á hundrað milljónir króna, en gæti orðið á þriðja hundrað milljónir ef búskiptin taka þrjú ár eða lengur eins og allt bendir til. Erlendur Gíslason, lögmaður hjá Logos, var skipaður skiptastjóri þrotabús Baugs þegar fyrirtækið var lýst gjaldþrota hinn 13. mars á síðasta ári. Eftir háværa umfjöllun um hæfi Logos til að stýra þrotabúinu var Anna Kristín Traustasdóttir, löggiltur endurskoðandi, skipuð við hlið Erlends. Erlendur segir að skiptakostnaður þrotabúsins standi nú í áttatíu milljónum króna. Kostnaður vegna skiptanna hefur því verið á sjöttu milljón króna á mánuði frá gjaldþroti en stærstur hluti upphæðarinnar hefur farið til Logos. Óhætt er að fullyrða að gjaldþrot Baugs sé eitt stærsta gjaldþrot íslensks fyrirtækis í sögunni, en kröfur í þrotabúið nema rúmlega 319 milljörðum króna. Búist er við að skiptin taki nokkur ár en ef menn gefa sér að þau taki þrjú ár, er ljóst að ef kostnaður helst svipaður munu búskiptin koma til með að kosta á þriðja hundrað milljónir króna. Skiptakostnaður telst til algjörra forgangskrafna og því greiða skiptastjórarnir sér laun áður en þeir greiða öðrum. Anna Kristín sagði í samtali við fréttastofu í dag að í raun og veru væru allar eignir þrotabúsins til sölu. Það er samt ekki mjög mikið til umráða því nær allar verðmætustu eignir Baugs eru veðsettar. Þrotabúið hefur engin yfirráð yfir Iceland Foods verslanakeðjunni í Bretlandi þar sem hún er að fullu veðsett, en um var að ræða eina verðmætustu eign Baugs. Eignarhlutur þrotabúsins í breska tískuhúsinu Matthew Williamson er óveðsettur og vonast þrotabúið til að fá eina til tvær milljónir punda fyrir hlut sinn í fyrirtækinu, að sögn Erlends Gíslasonar. Skiptastjórarnir biðu nú eftir niðurstöðu úr riftunarmálum sem þrotabúið hefði höfðað fyrir dómstólum hér á landi og erlendis. Stærsta málið er vegna ráðstöfunar á 30 milljarða króna söluandvirði Haga þegar félagið var selt sumarið 2008 til eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. sem var í eigu Jóns Ásgeirs og fjölskyldu, en kaupverð var notað til að greiða niður hluta skulda Baugs við Glitni og Kaupþing auk þess sem Baugur keypti hlutabréf í sjálfum sér af eignarhaldsfélögum eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Ingibjargar Pálmadóttur og Hreins Loftssonar. Þrotabúið hefur höfðað mál gegn Gaumi, Gaumi Holding, ISP eignarhaldsfélagi, Bague S.A sem var í eigu Hreins Loftssonar og Arion banka til að endurheimta fé. Ekki liggur fyrir hvað fæst upp í almennar kröfur í þrotabúið en Erlendur Gíslason sagði í samtali við fréttastofu að mjög lítið myndi fást upp í þær, en sagðist ekki treysta sér að nefna prósentur í því samhengi.
Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira