Viðskipti innlent

Dreifing flytur í nýtt vöruhús

Dreifing heildverslun hefur flutt í nýtt vöruhús sem eigendur fyrirtækisins hafa byggt undir starfsemi þess og er nýtt heimilsfang að Brúarvogi 1-3, rétt um 1 km sunnar en Vatnagarðar 8 eða nánar tiltekið við hliðina á Samskip beint fyrir neðan Húsasmiðjuna og Bónus í Skútuvogi.

Í tilkynningu segir að nú sameinast undir sama þaki, lager Dreifingar og smávörulager Gripið og Greitt, "Cash & Carry" sem er mikil hagræðing fyrir fyrirtækið og veitingahúsamarkaðinn í dag.

Mikil hagræðing er að nást í rekstri fyrirtækisins með því að flytja í nýtt vöruhús þar sem tækifæri til hagræðingar og betri þjónustu fyrir viðskiptavini fyrirtækisins næst, vonumst við til að geta þjónustað viðskiptavini okkar enn betur á nýjum stað.

Starfsfólk Dreifingar og Gripið og Greitt býður viðskiptavini sem og aðra velkomna í nýtt húsnæði fyrirtækisins að Brúarvogi 1-3.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×