Viðskipti innlent

Hagur sprotafyrirtækja hefur ekki vænkast

Hið opinbera getur gert margt til að styðja við íslensk sprotafyrirtæki, segir formaður Samtaka sprotafyrirtækja. Fréttablaðið/vilhelm
Hið opinbera getur gert margt til að styðja við íslensk sprotafyrirtæki, segir formaður Samtaka sprotafyrirtækja. Fréttablaðið/vilhelm

„Hagur íslenskra sprotafyrirtækja hefur ekki vænkast að neinu ráði eftir hrun bankanna," segir Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja, einn frummælenda á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag.

Svana benti á að enn væri skortur á sérfræðimenntuðu fólki í tæknigreinum og þurfi sprotafyrirtæki því enn sem fyrr að leita utan landsteina eftir starfsfólki. Samkeppnin erlendis eftir fólki, svo sem verkfræðingum og tölvunarfræðingum, er hins vegar mikil þar líkt og hér.

Svana segir enn margt vanta upp á sem bætt gæti stöðu sprotafyrirtækja. Þörf sé á virkri samvinnu fyrirtækja, menntastofnana og opinberra aðila við þróun tæknilausna og þjónustu auk þess sem breyta þurfi viðhorfi til frumkvöðla.

„Það er landlægt viðhorf að íslenskir frumkvöðlar og sprotafyrirtæki eigi að gefa vinnu sína. Það er mjög takmarkaður skilningur á því að frumkvöðull og sprotafyrirtæki þurfi lágmarksábata til að geta haldið rannsóknar- og þróunarstarfi sínu áfram," segir hún.- jab








Fleiri fréttir

Sjá meira


×