Viðskipti innlent

Moodys´s telur hagstæðari Icesavesamninga framundan

Bretar og Hollendingar gátu ekki takmarkað aðgang Íslands að lánsfé út í það óendanlega.
Bretar og Hollendingar gátu ekki takmarkað aðgang Íslands að lánsfé út í það óendanlega.
Matsfyrirtækið Moody´s segir að líklega muni nýr Icesavesamningur við Breta og Hollendinga verða Íslendingum hagstæðari en fyrri samningar. Þetta kemur fram í nýju áliti Moody´s þar sem horfum á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs er breytt úr neikvæðum í stöðugar.

„Moody´s tekur eftir að Icesavedeilan við Breta og Hollendinga er óleyst," segir í álitinu. „Hinsvegar leiddi önnur endurskoðunin á áætlun AGS, og þar með aðgangur að lánum frá Norðurlöndunum, það í skyn að Bretar og Hollendingar gátu ekki takmarkað aðgang Íslands að lánsfé út í það óendanlega."

Fram kemur í álitnu að íslenska hagkerfið hafi staðið sig betur en menn áttu von á eftir hrunið haustið 2008 þótt efnahagsbatinn muni taka nokkur ár. Reiknað sé með að nýjar fjárfestingar í ál- og orkugeiranum muni koma hagvexti í gang að nýju á næsta ári.

Þá segir Moody´s að ekki sé reiknað með að eldgosið í Eyjafjallajökli muni hafa neikvæð áhrif á efnahagslíf landsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×