Viðskipti innlent

Seðlabankinn lækkar stýrivexti um 0,5 prósentustig

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentur. Vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 8,0%.

Þetta kemur fram á vefsíðu Seðlabankans. Þar segir að hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum verða 9,25%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga, stýrivextir, verða 9,5% og daglánavextir 11,0%.

Nánar verður gerð grein fyrir ákvörðuninni á fundi í Seðlabankanum klukkan 11.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×