Erlendar krónueignir geta sloppið út gegnum íbúðabréf 5. nóvember 2010 10:51 Greining Arion banka veltir því fyrir sér afhverju erlendir krónueigendur nýti sér ekki íbúðabréf til að losna við krónur sínar yfir í gjaldeyri. Þetta er vel hægt einkum með því að nýta sér stysta íbúðabréfaflokkinn. Með kaupum í honum þurfa erlendu krónubréfaeigendurnar ekki að bíða eftir afnámi gjaldeyrishaftanna. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að í nýlega birtri ræðu aðstoðarseðlabankastjóra, Arnórs Sighvatssonar, kemur fram að krónueign erlendra aðila nemi í kringum 400 milljörðum kr. en við það bætast reyndar uppsafnaðir vextir. Innlán nema um 170 milljörðum kr., ríkisbréf um 210 milljörðum kr. og verðtryggð bréf um 20 milljörðum króna. „Þessi eignadreifing er athyglisverð í ljósi þess að erlendum aðilum er heimilt að selja allar þær krónur sem koma til vegna greiðslna af íbúðabréfum, sem eru verðtryggð," segir í Markaðspunktunum. „ Stysti íbúðabréfaflokkurinn er HFF14 en síðasta greiðsla þess flokks er árið 2014. Erlendir aðilar gætu þannig losað krónustöður sínar hér á landi út á næstu fjórum árum , þrátt fyrir að stærð flokksins setji þar ákveðnar hömlur. Þar sem bréfin eru jafngreiðslubréf gætu þeir komið út stórum hluta peninga sinna út á næstu misserum. Spurningin hlýtur því að vera, af hverju eiga erlendir aðilar nánast engin stutt íbúðabréf?" Greiningin segir að mögulegar ástæður gætu verið þrjár. Í fyrsta lagi að erlendir aðilar vonist til að höftunum verði aflétt fyrr. Í öðru lagi að markaðsvirði HFF14 er aðeins 35 milljarðar kr. sem veldur því að erlendir aðilar gætu aðeins komið litlum hluta krónueignar sinnar út með þessum hætti. Næstu íbúðaflokkar þar á eftir eru það langir að erlendir aðilar hafa engan áhuga á að eiga í þeim. Og í þriðja lagi að erlendir aðilar viti ekki af þessu. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Greining Arion banka veltir því fyrir sér afhverju erlendir krónueigendur nýti sér ekki íbúðabréf til að losna við krónur sínar yfir í gjaldeyri. Þetta er vel hægt einkum með því að nýta sér stysta íbúðabréfaflokkinn. Með kaupum í honum þurfa erlendu krónubréfaeigendurnar ekki að bíða eftir afnámi gjaldeyrishaftanna. Fjallað er um málið í Markaðspunktum greiningarinnar. Þar segir að í nýlega birtri ræðu aðstoðarseðlabankastjóra, Arnórs Sighvatssonar, kemur fram að krónueign erlendra aðila nemi í kringum 400 milljörðum kr. en við það bætast reyndar uppsafnaðir vextir. Innlán nema um 170 milljörðum kr., ríkisbréf um 210 milljörðum kr. og verðtryggð bréf um 20 milljörðum króna. „Þessi eignadreifing er athyglisverð í ljósi þess að erlendum aðilum er heimilt að selja allar þær krónur sem koma til vegna greiðslna af íbúðabréfum, sem eru verðtryggð," segir í Markaðspunktunum. „ Stysti íbúðabréfaflokkurinn er HFF14 en síðasta greiðsla þess flokks er árið 2014. Erlendir aðilar gætu þannig losað krónustöður sínar hér á landi út á næstu fjórum árum , þrátt fyrir að stærð flokksins setji þar ákveðnar hömlur. Þar sem bréfin eru jafngreiðslubréf gætu þeir komið út stórum hluta peninga sinna út á næstu misserum. Spurningin hlýtur því að vera, af hverju eiga erlendir aðilar nánast engin stutt íbúðabréf?" Greiningin segir að mögulegar ástæður gætu verið þrjár. Í fyrsta lagi að erlendir aðilar vonist til að höftunum verði aflétt fyrr. Í öðru lagi að markaðsvirði HFF14 er aðeins 35 milljarðar kr. sem veldur því að erlendir aðilar gætu aðeins komið litlum hluta krónueignar sinnar út með þessum hætti. Næstu íbúðaflokkar þar á eftir eru það langir að erlendir aðilar hafa engan áhuga á að eiga í þeim. Og í þriðja lagi að erlendir aðilar viti ekki af þessu.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira