Vöruskiptin í október voru hagstæð um tæpa 10 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.
Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir október 2010 var útflutningur 46,9 milljarðar króna og innflutningur 36,9 milljarðar króna.
Í október í fyrra voru vöruskiptin hagstæð um 12,1 milljarð kr.