Viðskipti innlent

Össur hagnaðist um 2,9 milljarða króna í fyrra

Stoðtækjafyrirtækið Össur hagnaðist um tæpa 2,9 milljarða króna í fyrra, samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Þetta er 670 milljóna króna minni hagnaður en árið áður.

Þrátt fyrir það segir Jón Sigurðsson forstjóri Össurar, afkomuna vel viðunandi í ljósi efnahagsþrenginga í heiminum. Annars verður uppgjörið kynnt í Kaupmannahöfn í hádeginu og verður kynningin aðgengileg á netinu.

"Niðurstaða ársins er góð og sýnir sterka stöðu félagsins. Á árinu hafa efnahagsþrengingar haft áhrif á viðskiptavini okkar og ákveðna markaði. Engu að síður sýnir Össur góðan rekstur og arðsemi," segir Jón Sigurðsson í tilkynningu um uppgjörið.

„Tímamót eru í sölu á hátæknivörum okkar vegna nýrrar kynslóðar af hátæknihnénu RHEO KNEE sem og PROPRIO FOOT sem hefur verið samþykktur inn í endurgreiðslukerfin í Bandaríkjunum. Á árinu 2009 höfum við lagt mikla áherslu á að aðlaga spelkuhluta félagsins til að fullnýta möguleika okkar á þeim markaði. Við erum vongóð um að 2010 verði spennandi ár hjá Össuri."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×