Viðskipti innlent

Fer eftir reglum markaðarins

Bakkavararbræður missa eignarhlut sinn í félaginu eftir að því verður breytt í einkahlutafélag.Fréttablaðið/Valli
Bakkavararbræður missa eignarhlut sinn í félaginu eftir að því verður breytt í einkahlutafélag.Fréttablaðið/Valli

Samþykkt var á hluthafafundi Bakkavarar í gær að óska eftir afskráningu félagsins. Að því loknu verður Bakkavör breytt í einkahlutafélag.

Til stóð að breyta Bakkavör í einkahlutafélag í gær en bæði Kauphöllin og Fjármálaeftirlitið gerðu athugasemdir við það. Einkahlutafélögum er bannað að vera skráð á markað og hefði það verið brot á Kauphallarreglum að breyta félagaformi Bakkavarar fyrir afskráningu.

Kauphöllin getur beitt félög sem brjóta reglur févíti, allt að tíföldu árgjaldi auk 0,002 prósenta af markaðsvirði félagsins. Árgjaldið er 825 þúsund krónur. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×