Kúabændur: Bankar eiga ekki að vera í búskap 27. mars 2010 14:52 Kýr á beit. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint. Þingfundur stendur nú yfir á aðalfundi Landssambands kúabænda. Fundurinn samþykkti harðorða ályktun vegna meints seinagangs lánastofnana við úrlausnir á skuldavanda kúabænda, sem og vegna þeirra úrlausna bankanna að yfirtaka rekstur búa og reka í samkeppni við bændur. Ályktunin er svohljóðandi: Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.-27. mars 2010, gagnrýnir harðlega seinagang lánastofnana við úrlausnir á skuldavanda kúabænda. Beita þarf í sem ríkustum mæli almennum skuldaleiðréttingum með það markmið að allir sitji við sama borð og að þau bú sem voru rekstrarhæf fyrir bankahrun eigi sér áframhaldandi rekstrargrundvöll. Það er með öllu óviðunandi að rekstraraðilar séu mánuðum saman í óvissu um stöðu búreksturs síns. Því er mikilvægt að þau bú sem eru í óvissuástandi varðandi áframhaldandi rekstur fái lausn sinna mála sem fyrst, hvort heldur sem niðurstaðan verði sú að sértækum aðgerðum verði beitt til að koma skuldastöðunni í viðráðanlegt form, eða sú að búreksturinn geti ekki staðið undir skuldunum. Afar mikilvægt er að skekkja ekki samkeppnisstöðu bænda í milli við úrlausnir einstakra mála. Þá er ólíðandi að bankarnir taki yfir rekstur búa og reki í samkeppni við bændur. Fundurinn bendir á að við skuldbreytingu erlendra lána er nauðsynlegt að hafa fyrirvara vegna hugsanlegs ólögmætis þeirra. Þá hvetur fundurinn bændur, sem standa í samningum við bankana, til að fara vel yfir þá samninga sem í boði eru og leita sér aðstoðar búnaðarsambanda eða annara hæfra aðila. Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira
Þingfundur stendur nú yfir á aðalfundi Landssambands kúabænda. Fundurinn samþykkti harðorða ályktun vegna meints seinagangs lánastofnana við úrlausnir á skuldavanda kúabænda, sem og vegna þeirra úrlausna bankanna að yfirtaka rekstur búa og reka í samkeppni við bændur. Ályktunin er svohljóðandi: Aðalfundur Landssambands kúabænda, haldinn á Hótel Sögu 26.-27. mars 2010, gagnrýnir harðlega seinagang lánastofnana við úrlausnir á skuldavanda kúabænda. Beita þarf í sem ríkustum mæli almennum skuldaleiðréttingum með það markmið að allir sitji við sama borð og að þau bú sem voru rekstrarhæf fyrir bankahrun eigi sér áframhaldandi rekstrargrundvöll. Það er með öllu óviðunandi að rekstraraðilar séu mánuðum saman í óvissu um stöðu búreksturs síns. Því er mikilvægt að þau bú sem eru í óvissuástandi varðandi áframhaldandi rekstur fái lausn sinna mála sem fyrst, hvort heldur sem niðurstaðan verði sú að sértækum aðgerðum verði beitt til að koma skuldastöðunni í viðráðanlegt form, eða sú að búreksturinn geti ekki staðið undir skuldunum. Afar mikilvægt er að skekkja ekki samkeppnisstöðu bænda í milli við úrlausnir einstakra mála. Þá er ólíðandi að bankarnir taki yfir rekstur búa og reki í samkeppni við bændur. Fundurinn bendir á að við skuldbreytingu erlendra lána er nauðsynlegt að hafa fyrirvara vegna hugsanlegs ólögmætis þeirra. Þá hvetur fundurinn bændur, sem standa í samningum við bankana, til að fara vel yfir þá samninga sem í boði eru og leita sér aðstoðar búnaðarsambanda eða annara hæfra aðila.
Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Nálgast samkomulag um TikTok Viðskipti erlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Sjá meira