Viðskipti innlent

Eignir lánafyrirtækja halda áfram að rýrna

Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.296 milljörðum kr. í lok febrúar og lækkuðu um 6,3 milljarða kr. milli mánaða.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að verðtryggð skuldabréf námu 851,2 milljörðum kr. í lok mánaðarins og lækkuðu um 2,5 milljarða kr. frá fyrra mánuði. Eignarleigusamningar námu 131,8 milljörðum kr. í lok febrúar og lækkuðu um tæpa 2,7 milljarða kr. milli mánaða.

Eigið fé lækkaði um 1,2 milljarð kr. í febrúar og stóð í 65,4 milljörðum kr. í lok mánaðarins.

Tölur fyrir febrúarmánuð eru bráðabirgðatölur og geta breyst.

Til ýmissa lánafyrirtækja teljast Íbúðalánasjóður, fjárfestingarbankar, eignarleigur, greiðslukortafyrirtæki og fjárfestingarlánasjóðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×