Peningamálastefnan: Tvö andstæð sjónarmið 17. ágúst 2010 12:34 Seðlabankinn tilkynnir ákvörðun um stýrivexti á morgun. Greiningardeildir og hagfræðingar spá vaxtalækkun. Tvö andstæð sjónarmið takast á þegar kemur að peningamálastefnu í landinu um þessar mundir. Annars vegar hafa stýrivextir bein áhrif á vexti og útlán í bankakerfinu. Þar með væri hægt að örva hagkerfið með lægri vöxtum eins og mörg ríki heims reyna nú um stundir. Hins vegar gera lágir vextir það að verkum að eignir í krónum verða lítt aðlaðandi samanborið við aðra gjaldmiðla, svo fjármagn leitar út úr landinu, en það hefur áhrif til veikingar krónunnar. Seðlabankinn hefur undanfarna mánuði þurft að feta þröngt fótstig þarna á milli. Þegar rætt er um stýrivexti er yfirleitt átt við vexti á sjö daga veðlánum bankans til fjármálastofnana, en þegar þeir vextir eru háir leitast stofnanirnar frekar við að hafa sterka lausafjárstöðu og takmarka útlán til að þurfa síður að taka slík lán. Vextir á innlánsreikningum lánastofnana hjá Seðlabankanum hafa ekki síður mikil áhrif á markaðsvexti og mynda í raun vaxtagólf á útlánsvöxtum bankanna. Veðlánavextirnir standa nú í 8 prósentum, en innlánsvextirnir í 6 og hálfu prósenti. Innlendir hagvísar benda til þess að aðhald Seðlabankans sé með mesta móti. Verðbólgan hefur hjaðnað mikið síðustu tvo mánuði og peningamagn í umferð og sparifé hafa dregist saman um meira en 70 milljarða fyrstu fimm mánuði ársins, eða um 4,5 prósent. Þá hafa útlán banka jafnframt dregist saman um rúma 60 milljarða á sama tímabili, eða um 3,5 prósent. Þá hefur greining Arion banka bent á að krónan hafi styrkst, skuldatryggingarálag ríkisins lækkað og utanríkisviðskipti skilað ágætum afgangi. Samfellt vaxtalækkunarferli hefur staðið yfir síðan í mars á síðasta ári þegar stýrivextir náðu hámarki sínu í 18 prósentum. Greining Arion banka segir þó að eftir að tillit hefur verið tekið til verðbólgu hafi raunstýrivextir hins vegar hækkað undanfarna mánuði. Síðustu vaxtaákvarðanir hafa vextir lækkað um hálft prósent í einu, en bæði Arion og Íslandsbanki spá því að svo verði aftur á morgun. Arion segir þó að ástæður séu til enn meiri lækkunnar vaxtanna en greiningin telur að óvissan vegna gengisdóms Hæstaréttar komi í veg fyrir slíkt. Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Boðaði til starfsmannafundar Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Seðlabankinn tilkynnir ákvörðun um stýrivexti á morgun. Greiningardeildir og hagfræðingar spá vaxtalækkun. Tvö andstæð sjónarmið takast á þegar kemur að peningamálastefnu í landinu um þessar mundir. Annars vegar hafa stýrivextir bein áhrif á vexti og útlán í bankakerfinu. Þar með væri hægt að örva hagkerfið með lægri vöxtum eins og mörg ríki heims reyna nú um stundir. Hins vegar gera lágir vextir það að verkum að eignir í krónum verða lítt aðlaðandi samanborið við aðra gjaldmiðla, svo fjármagn leitar út úr landinu, en það hefur áhrif til veikingar krónunnar. Seðlabankinn hefur undanfarna mánuði þurft að feta þröngt fótstig þarna á milli. Þegar rætt er um stýrivexti er yfirleitt átt við vexti á sjö daga veðlánum bankans til fjármálastofnana, en þegar þeir vextir eru háir leitast stofnanirnar frekar við að hafa sterka lausafjárstöðu og takmarka útlán til að þurfa síður að taka slík lán. Vextir á innlánsreikningum lánastofnana hjá Seðlabankanum hafa ekki síður mikil áhrif á markaðsvexti og mynda í raun vaxtagólf á útlánsvöxtum bankanna. Veðlánavextirnir standa nú í 8 prósentum, en innlánsvextirnir í 6 og hálfu prósenti. Innlendir hagvísar benda til þess að aðhald Seðlabankans sé með mesta móti. Verðbólgan hefur hjaðnað mikið síðustu tvo mánuði og peningamagn í umferð og sparifé hafa dregist saman um meira en 70 milljarða fyrstu fimm mánuði ársins, eða um 4,5 prósent. Þá hafa útlán banka jafnframt dregist saman um rúma 60 milljarða á sama tímabili, eða um 3,5 prósent. Þá hefur greining Arion banka bent á að krónan hafi styrkst, skuldatryggingarálag ríkisins lækkað og utanríkisviðskipti skilað ágætum afgangi. Samfellt vaxtalækkunarferli hefur staðið yfir síðan í mars á síðasta ári þegar stýrivextir náðu hámarki sínu í 18 prósentum. Greining Arion banka segir þó að eftir að tillit hefur verið tekið til verðbólgu hafi raunstýrivextir hins vegar hækkað undanfarna mánuði. Síðustu vaxtaákvarðanir hafa vextir lækkað um hálft prósent í einu, en bæði Arion og Íslandsbanki spá því að svo verði aftur á morgun. Arion segir þó að ástæður séu til enn meiri lækkunnar vaxtanna en greiningin telur að óvissan vegna gengisdóms Hæstaréttar komi í veg fyrir slíkt.
Mest lesið Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Boðaði til starfsmannafundar Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira