Seðlabankastjóri: Brýnt að eyða óvissunni 23. júní 2010 18:30 Seðlabankastjóri segir brýnt að óvissu af völdum dóms Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána létti sem allra fyrst. Áframhaldandi óvissa geti tafið endurreisn efnahagslífsins. Þá segir Már að bankarnir ráði vart við það ef vextir á gengistryggðum lánasamningum standi óbreyttir þegar gengistryggingin er horfin. Stýrivextir voru lækkaðir um hálft prósentustig í morgun, og standa þeir nú í 8 prósentum. Helstu rök fyrir lækkun eru styrking krónunnar að undanförnu, lækkun verðbólgu og traustara aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Á fundi Seðlabankans í morgun kom fram að fyrstu skref í afnámi gjaldeyrishafta verði líklega tekin að lokinni þriðju endurskoðun á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Óvissa vegna Icesave málsins takmarkar enn svigrúm til lækkunar vaxta. Og enn önnur hindrun er á veginum, því seðlabankastjóri segir að óvissan sem skapast hefur eftir nýlegan dóm Hæstaréttar um gengistryggð lán gæti grafið undan trausti, ef ekki verði fundin lausn í tíma. „Það er verið að kasta boltanum á milli. Nú þarf einhver að taka forystu, taka boltann og skjóta honum í mark," segir Már. Meðal þess sem þarf að finna lausn á eftir dóm Hæstaréttar er hvaða vextir verða reiknaðir á gengistryggðu lánin, hvort samningsvextirnir standi eða miðað verði við hærri vexti. Már segir að bankakerfið þoli vart að vextirnir standi óbreyttir. „Þær niðurstöður sem við höfum hingað til benda eindregið til þess að höggið fyrir bankakerfið ef þetta verða óverðtryggðir vextir Seðlabankans eða reibor-vextir er viðráðanlegt. Það á ekki að hamla bankakerfinu í neinum teljandi mæli. Ef það fer í hitt þá mun bankakerfið þurfa endurfjármögnun frá ríkissjóði og sínum eigendum og ef sú endurfjármögnun er takmörkuð er hætt við því að bankakerfið muni ekki ráða við og styðja við þann endurbata sem þarf að eiga sér stað," segir Már. Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Seðlabankastjóri segir brýnt að óvissu af völdum dóms Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána létti sem allra fyrst. Áframhaldandi óvissa geti tafið endurreisn efnahagslífsins. Þá segir Már að bankarnir ráði vart við það ef vextir á gengistryggðum lánasamningum standi óbreyttir þegar gengistryggingin er horfin. Stýrivextir voru lækkaðir um hálft prósentustig í morgun, og standa þeir nú í 8 prósentum. Helstu rök fyrir lækkun eru styrking krónunnar að undanförnu, lækkun verðbólgu og traustara aðgengi að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Á fundi Seðlabankans í morgun kom fram að fyrstu skref í afnámi gjaldeyrishafta verði líklega tekin að lokinni þriðju endurskoðun á efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Óvissa vegna Icesave málsins takmarkar enn svigrúm til lækkunar vaxta. Og enn önnur hindrun er á veginum, því seðlabankastjóri segir að óvissan sem skapast hefur eftir nýlegan dóm Hæstaréttar um gengistryggð lán gæti grafið undan trausti, ef ekki verði fundin lausn í tíma. „Það er verið að kasta boltanum á milli. Nú þarf einhver að taka forystu, taka boltann og skjóta honum í mark," segir Már. Meðal þess sem þarf að finna lausn á eftir dóm Hæstaréttar er hvaða vextir verða reiknaðir á gengistryggðu lánin, hvort samningsvextirnir standi eða miðað verði við hærri vexti. Már segir að bankakerfið þoli vart að vextirnir standi óbreyttir. „Þær niðurstöður sem við höfum hingað til benda eindregið til þess að höggið fyrir bankakerfið ef þetta verða óverðtryggðir vextir Seðlabankans eða reibor-vextir er viðráðanlegt. Það á ekki að hamla bankakerfinu í neinum teljandi mæli. Ef það fer í hitt þá mun bankakerfið þurfa endurfjármögnun frá ríkissjóði og sínum eigendum og ef sú endurfjármögnun er takmörkuð er hætt við því að bankakerfið muni ekki ráða við og styðja við þann endurbata sem þarf að eiga sér stað," segir Már.
Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira