Viðskipti innlent

Már: Gengisdómur gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að nýlegur Hæstaréttardómur um ólögmæti gengistryggingar gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir bankakerfi landsins. Þetta kom fram í máli Más á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Seðlabankanum.

Már segir að afleiðingar dómsins gætu orðið þær að bankakerfið geti ekki fjármagnað endurbatann í íslenska efnahagslífinu og þar með hefði málið afleiðingar fyrir hagvöxt í landinu.

„Það er hætt við því að við enduðum upp með „japanskt hagkerfi" það er eins og það kerfi varð eftir kreppuna á síðasta áratug í Japan," segir Már.

Seðlabankastjóri segir ennfremur að þar til óvissunni verður létt hvað áhrif dómsins varðar sé hætt við að svigrúm Peningastefnunefndar til frekari vaxtalækkanna verði takmarkað.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×