Forstjóraskipti hjá Actavis 23. júní 2010 09:52 Dr. Claudio Albrecht. Dr. Claudio Albrecht, fyrrum forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Ratiopharm, hefur verið ráðinn forstjóri Actavis.Í tilkynningu segir að Claudio Albrecht tekur í dag við sem forstjóri Actavis Group. Hann á að baki meira en 20 ár í samheitalyfjageiranum, fyrst hjá Sandoz frá 1987, þar sem hann gegndi m.a. stöðu framkvæmdastjóra í Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum.Árið 2000 varð hann forstjóri Ratiopharm á heimsvísu. Tekjur félagsins tvöfölduðust undir hans stjórn og Ratiopharm varð þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims. Árið 2008 stofnaði hann ráðgjafarfyrirtækið Cometh, sem sérhæfir sig í stefnumótunarráðgjöf til lyfjafyrirtækja. Claudio Albrecht er 51 árs, austurrískur ríkisborgari með doktorsgráðu í lögfræði.Sigurður Óli Ólafsson stýrði Actavis gegnum miklar umbreytingar á mikilvægum lykilmörkuðum, m.a. í Bandaríkjunum, í erfiðu ytra umhverfi. Reksturinn í þessum löndum er nú í góðu jafnvægi. Sigurður Óli hættir störfum hjá Actavis eftir sjö ára farsælan feril í yfirstjórn á tíma þar sem félagið stækkaði margfalt og komst í hóp helstu samheitalyfjafyrirtækja heims.Eftir margar yfirtökur og hraðan vöxt undanfarinna ára er yfirstjórn Actavis staðsett í fimm löndum, víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Ákveðið hefur verið að sameina æðstu stjórnendur félagsins á einum hentugum stað á meginlandi Evrópu. Leitað er að réttu staðsetningunni. Engin breyting verður á starfsemi Actavis á Íslandi að öðru leyti.Hér á landi verður áfram miðpunkturinn í þróunarstarfseminni ásamt því sem verksmiðjan í Hafnarfirði mun áfram gegna lykilhlutverki í framleiðslu og markaðssetningu nýrra lyfja. Dótturfélaginu Medis, sem sér um sölu til þriðja aðila, verður áfram stýrt frá Íslandi. Eins og fram hefur komið er verið að stækka verksmiðjuna í Hafnarfirði um 50% og er sem fyrr gert ráð fyrir að starfsemi í nýja hlutanum hefjist um áramót. Auglýst verður eftir starfsfólki vegna þessa á haustmánuðum."Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Dr. Claudio Albrecht til liðs við Actavis og er sannfærður um að félagið muni njóta góðs af leiðtogahæfileikum hans. Hann hefur starfað sem ráðgjafi okkar undanfarna mánuði og reynst afar vel. Reynsla hans og stefnufesta mun tryggja áframhaldandi vöxt og viðgang þessa öfluga fyrirtækis," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Actavis Group.„Þótt Actavis starfi nú í 40 löndum og hafi alls yfir 10 þúsund starfsmenn þá eru rætur þess á Íslandi og munu verða áfram. Actavis er þekkingarfyrirtæki sem byggir að verulegum hluta á kunnáttu, þekkingu og reynslu íslenskra starfsmanna. Hérna er rekin stór lyfjaverksmiðja og hér fer rannsóknar- og þróunarstarf félagsins fram. Þessi starfsemi mun enn eflast á næstunni og Actavis því áfram verða einn öflugasti vinnuveitandi landsins.Ég vil þakka Sigurði Óla Ólafssyni fyrir að hafa leitt Actavis á undanförnum árum. Undir hans stjórn hélt Actavis sæti sínu sem öflugt fyrirtæki í fremstu röð á erfiðum tímum.""Þrátt fyrir ótrúlega erfið ytri skilyrði á undanförnum árum hefur Actavis haldið áfram að vaxa og styrkja stöðu sína á lykilmörkuðum, þar á meðal í Bandaríkjunum. Mig langar að þakka öllu starfsfólki Actavis fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum og ég óska Claudio góðs gengis í nýju hlutverki," segir Sigurður Óli Ólafsson, fráfarandi forstjóri"Það er mér sérstök ánægja að ganga til liðs við félag sem byggir á svo sterkum grunni fyrir framtíðina. Actavis hefur eina sterkustu þróunarlínu allra félaga í samheitalyfjageiranum, en við þurfum að stækka markaðshlutdeildina okkar á nokkrum stórum mörkuðunum. Þetta á sérstaklega við í suður Evrópu, en einnig á nýjum mörkuðum sem eru í örri þróun. Að þessu stefnum við. Ég hlakka til að takast á við verkefnin sem framundan eru, og að vinna með nýju samstarfsfólki að áframhaldandi uppbyggingu félagsins," segir Claudio Albrecht, forstjóri Acavis Group. Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Dr. Claudio Albrecht, fyrrum forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Ratiopharm, hefur verið ráðinn forstjóri Actavis.Í tilkynningu segir að Claudio Albrecht tekur í dag við sem forstjóri Actavis Group. Hann á að baki meira en 20 ár í samheitalyfjageiranum, fyrst hjá Sandoz frá 1987, þar sem hann gegndi m.a. stöðu framkvæmdastjóra í Hollandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum.Árið 2000 varð hann forstjóri Ratiopharm á heimsvísu. Tekjur félagsins tvöfölduðust undir hans stjórn og Ratiopharm varð þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki heims. Árið 2008 stofnaði hann ráðgjafarfyrirtækið Cometh, sem sérhæfir sig í stefnumótunarráðgjöf til lyfjafyrirtækja. Claudio Albrecht er 51 árs, austurrískur ríkisborgari með doktorsgráðu í lögfræði.Sigurður Óli Ólafsson stýrði Actavis gegnum miklar umbreytingar á mikilvægum lykilmörkuðum, m.a. í Bandaríkjunum, í erfiðu ytra umhverfi. Reksturinn í þessum löndum er nú í góðu jafnvægi. Sigurður Óli hættir störfum hjá Actavis eftir sjö ára farsælan feril í yfirstjórn á tíma þar sem félagið stækkaði margfalt og komst í hóp helstu samheitalyfjafyrirtækja heims.Eftir margar yfirtökur og hraðan vöxt undanfarinna ára er yfirstjórn Actavis staðsett í fimm löndum, víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Ákveðið hefur verið að sameina æðstu stjórnendur félagsins á einum hentugum stað á meginlandi Evrópu. Leitað er að réttu staðsetningunni. Engin breyting verður á starfsemi Actavis á Íslandi að öðru leyti.Hér á landi verður áfram miðpunkturinn í þróunarstarfseminni ásamt því sem verksmiðjan í Hafnarfirði mun áfram gegna lykilhlutverki í framleiðslu og markaðssetningu nýrra lyfja. Dótturfélaginu Medis, sem sér um sölu til þriðja aðila, verður áfram stýrt frá Íslandi. Eins og fram hefur komið er verið að stækka verksmiðjuna í Hafnarfirði um 50% og er sem fyrr gert ráð fyrir að starfsemi í nýja hlutanum hefjist um áramót. Auglýst verður eftir starfsfólki vegna þessa á haustmánuðum."Ég er mjög ánægður með að hafa fengið Dr. Claudio Albrecht til liðs við Actavis og er sannfærður um að félagið muni njóta góðs af leiðtogahæfileikum hans. Hann hefur starfað sem ráðgjafi okkar undanfarna mánuði og reynst afar vel. Reynsla hans og stefnufesta mun tryggja áframhaldandi vöxt og viðgang þessa öfluga fyrirtækis," segir Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Actavis Group.„Þótt Actavis starfi nú í 40 löndum og hafi alls yfir 10 þúsund starfsmenn þá eru rætur þess á Íslandi og munu verða áfram. Actavis er þekkingarfyrirtæki sem byggir að verulegum hluta á kunnáttu, þekkingu og reynslu íslenskra starfsmanna. Hérna er rekin stór lyfjaverksmiðja og hér fer rannsóknar- og þróunarstarf félagsins fram. Þessi starfsemi mun enn eflast á næstunni og Actavis því áfram verða einn öflugasti vinnuveitandi landsins.Ég vil þakka Sigurði Óla Ólafssyni fyrir að hafa leitt Actavis á undanförnum árum. Undir hans stjórn hélt Actavis sæti sínu sem öflugt fyrirtæki í fremstu röð á erfiðum tímum.""Þrátt fyrir ótrúlega erfið ytri skilyrði á undanförnum árum hefur Actavis haldið áfram að vaxa og styrkja stöðu sína á lykilmörkuðum, þar á meðal í Bandaríkjunum. Mig langar að þakka öllu starfsfólki Actavis fyrir ánægjulegt samstarf á liðnum árum og ég óska Claudio góðs gengis í nýju hlutverki," segir Sigurður Óli Ólafsson, fráfarandi forstjóri"Það er mér sérstök ánægja að ganga til liðs við félag sem byggir á svo sterkum grunni fyrir framtíðina. Actavis hefur eina sterkustu þróunarlínu allra félaga í samheitalyfjageiranum, en við þurfum að stækka markaðshlutdeildina okkar á nokkrum stórum mörkuðunum. Þetta á sérstaklega við í suður Evrópu, en einnig á nýjum mörkuðum sem eru í örri þróun. Að þessu stefnum við. Ég hlakka til að takast á við verkefnin sem framundan eru, og að vinna með nýju samstarfsfólki að áframhaldandi uppbyggingu félagsins," segir Claudio Albrecht, forstjóri Acavis Group.
Mest lesið „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira