Viðskipti innlent

Ragna Sara Jónsdóttir ráðin til Landsvirkjunnar

Ragna Sara Jónsdóttir hefur verið ráðin yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar. Ragna er MSc í alþjóðaviðskiptum frá Copenhagen Business School og BA í mannfræði frá Háskóla Íslands.

Í tilkynningu segir að Ragna hafi starfað sem ráðgjafi hjá Nordic Business and Development undanfarin tvö ár, meðal annars við innleiðingu umhverfis- og samfélagsstefnu í fyrirtækjum. Einnig stýrði Ragna verkefninu Nordic Business Outreach fyrir Þróunaráætlun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og utanríkisráðuneytið en áður gegndi hún starfi viðskiptafulltrúa í sendiráði Íslands í Danmörku.

Ragna starfaði við fjölmiðlun á árunum 1998-2006, bæði sem blaðamaður á Morgunblaðinu og dagskrárgerðarmaður hjá Sjónvarpinu. Hún hlaut árið 1999 verðlaun umhverfisráðherra fyrir greinarnar Landið og orkan sem birtar voru í Morgunblaðinu.

Ragna hefur ritstýrt og haft umsjón með heimildarmyndum og sjónvarpsþáttum og haldið fjölda fyrirlestra um alþjóðaviðskipti og ábyrgð fyrirtækja.

Ragna Sara er í sambúð með Stefáni Sigurðssyni, hagfræðingi, og eiga þau tvö börn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×