Viðskipti innlent

Tillaga um rúmar 200 milljónir í arðgreiðslur hjá HB Granda

Stjórn HB Granda leggur til að á árinu 2010 verði vegna rekstrarársins 2009 greiddur 12% arður af nafnverði hlutafjár, þ.e. arðgreiðsla upp á 204 millj. kr. Þetta samsvarar 0,9% af eigin fé eða 8,7% af hagnaði ársins.

Þetta kemur fram í ársreikningi HB Granda sem birtur er á vefsíðu félagsins.

Hlutafé félagsins skiptist í árslok á 616 hluthafa, en þeir voru 619 í ársbyrjun og fækkaði því um 3 á árinu. Í árslok 2009 áttu tveir aðilar yfir 10% eignarhluta í félaginu, en þeir voru Vogun hf. sem átti 40,3% og Kjalar hf. sem átti 33,2% af útistandandi hlutafé.

Samkvæmt ársreikningnum námu laun Eggerts Benedikts Guðmundssonar, forstjóra, 160.000 evrum, eða tæplega 28 milljónum kr. sem eru mánaðarlaun upp á 2,3 milljónir kr. m.v. gengi dagsins í dag.

Laun fimm millistjórnenda voru að jafnaði 1,1 milljón kr. á mánuði fyrir hvern þeirra. Laun Árna Vilhjálmssonar, stjórnarformanns námu 2,4 milljónum kr. en aðrir stjórnarmenn voru með rúmar 860.000 kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×