Viðskipti innlent

Horfa fram á málaferli vegna riftunar- og skaðabótamála

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Innri starfsemi SPRON sætti rannsókn í aðdraganda að yfirtöku Fjármálaeftirlitsins á sparisjóðnum. Rannsóknin bendir til þess að þrotabúið gæti átt yfir höfði sér málsóknir vegna riftunar og skaðabótamála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn SPRON.

Kröfuhafafundur SPRON var haldinn í dag. Á fundinum gerði slitastjórn grein fyrir slitaferlinu, stöðu eigna og skulda, starfsemi í dag, afstöðu til krafna og væntum endurheimtum.

Lýstar kröfur í búið eru 250 milljarðar og hefur slitastjórn þegar tekið afstöðu til um 95% þeirra. Samþykktar kröfur erlendra kröfuhafa eru rúmlega 86 milljarðar króna eða 70% af heildarfjárhæð samþykktra krafna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×