Viðskipti innlent

Eik Banki fær ríkistryggð lán upp á 209 milljarða

Eik Banki hefur gert samning við dönsk stjórnvöld um aðgang að ríkistryggðum lánum upp á 9,1 milljarð danskra kr. eða 209 milljarða kr. Lánin koma í gegnum Danish Financial Stability Company.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að samkvæmt samkomulaginu muni lánarammi upp á 6,6 milljarða danskra kr. koma í hlut móðurfélagsins Eik Banki P/F í Færeyjum og 2,5 milljarðar danskra kr. fara til dótturfélagsins Eik Banki Danmark A/S.

Marner Jacobsen forstjóri Eik Banki segir að að lán muni verða notuð til að endurfjármagna lán sem eru á gjalddaga í ár og á næsta ári. Þau muni einnig gera lausafjárstöðu bankans þægilega.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×