Tóku lán fyrir arðgreiðslunni Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. febrúar 2010 18:40 Rúmlega fjögurra milljarða króna arðgreiðsla sem Pálmi Haraldsson greiddi sér útúr fjárfestingarfélaginu Fons vegna góðs hagnaðar rekstrarárið 2006 var fengin að láni hjá Landsbankanum. Í ársreikningi Fons fyrir rekstrarárið 2007 kemur fram arðgreiðsla til hluthafa upp á 4,4 milljarða króna sem greidd er til félagsins Matthews Holding í Lúxemborg. Félagið var í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, viðskiptafélaga Pálma sem er nokkurs konar huldumaður í íslensku viðskiptalífi. Fons er nú gjaldþrota með kröfur upp á rúmlega fjörutíu milljarða. Stærstu kröfurnar eru frá Glitni. Eins og fréttastofa hefur greint frá hefur Óskar Sigurðsson, lögmaður og skiptastjóri þrotabús Fons, tekið þá ákvörðun að láta reyna á riftun umræddrar arðgreiðslu. Pálmi Haraldsson hefur sjálfur sagt öll skilyrði arðgreiðslunnar hafi verið hendi samkvæmt hlutafélagalögum þegar ákvörðun um hana var tekin. Í september 2007 átti Fons von á hárri arðgreiðslu frá Iceland-keðjunni sem félagið átti hlut í. Svo virðist sem legið hafi á að greiða út arð til eigenda Fons vegna rekstrarársins 2006 því félagið fékk lán hjá Landsbankanum upp á 4,2 milljarða króna til að greiða arðinn út. Var lánið afgreitt hjá fyrirtækjasviði Landsbanka Íslands inn á reikning Matthews Holding hjá Kaupþingi í Lúxemborg í september 2007, en um var að ræða sérstaka lánalínu sem Fons hafði hjá bankanum sem dregið var á í umrætt skipti. Skiptastjóri þrotabúsins telur arðgreiðsluna andstæða góðri rekstrarvenju í skilningi 2. mgr. 99.gr. Og á grundvelli 95. gr. sömu laga en þar segir að hlutahafafundur megi ekki taka ákvörðun sem bersýnilega sé til þess fallin að afla ákveðnum hluthöfum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað félagsins. Pálmi Haraldsson áréttar að von hafi verið á arðgreiðslu frá Iceland í september 2007 þegar lánið frá Landsbankanum tekið. Að sögn Óskars Sigurðssonar hafa 75 prósent af kröfum Landsbankans verið greiddar, en útistandandi eru rúmlega tveir milljarðar króna. Pálmi Haraldsson vill koma því á framfæri að lán vegna arðgreiðslunnar hafi verið greitt um leið og arðurinn frá Iceland barst. Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Rúmlega fjögurra milljarða króna arðgreiðsla sem Pálmi Haraldsson greiddi sér útúr fjárfestingarfélaginu Fons vegna góðs hagnaðar rekstrarárið 2006 var fengin að láni hjá Landsbankanum. Í ársreikningi Fons fyrir rekstrarárið 2007 kemur fram arðgreiðsla til hluthafa upp á 4,4 milljarða króna sem greidd er til félagsins Matthews Holding í Lúxemborg. Félagið var í eigu Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, viðskiptafélaga Pálma sem er nokkurs konar huldumaður í íslensku viðskiptalífi. Fons er nú gjaldþrota með kröfur upp á rúmlega fjörutíu milljarða. Stærstu kröfurnar eru frá Glitni. Eins og fréttastofa hefur greint frá hefur Óskar Sigurðsson, lögmaður og skiptastjóri þrotabús Fons, tekið þá ákvörðun að láta reyna á riftun umræddrar arðgreiðslu. Pálmi Haraldsson hefur sjálfur sagt öll skilyrði arðgreiðslunnar hafi verið hendi samkvæmt hlutafélagalögum þegar ákvörðun um hana var tekin. Í september 2007 átti Fons von á hárri arðgreiðslu frá Iceland-keðjunni sem félagið átti hlut í. Svo virðist sem legið hafi á að greiða út arð til eigenda Fons vegna rekstrarársins 2006 því félagið fékk lán hjá Landsbankanum upp á 4,2 milljarða króna til að greiða arðinn út. Var lánið afgreitt hjá fyrirtækjasviði Landsbanka Íslands inn á reikning Matthews Holding hjá Kaupþingi í Lúxemborg í september 2007, en um var að ræða sérstaka lánalínu sem Fons hafði hjá bankanum sem dregið var á í umrætt skipti. Skiptastjóri þrotabúsins telur arðgreiðsluna andstæða góðri rekstrarvenju í skilningi 2. mgr. 99.gr. Og á grundvelli 95. gr. sömu laga en þar segir að hlutahafafundur megi ekki taka ákvörðun sem bersýnilega sé til þess fallin að afla ákveðnum hluthöfum ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað félagsins. Pálmi Haraldsson áréttar að von hafi verið á arðgreiðslu frá Iceland í september 2007 þegar lánið frá Landsbankanum tekið. Að sögn Óskars Sigurðssonar hafa 75 prósent af kröfum Landsbankans verið greiddar, en útistandandi eru rúmlega tveir milljarðar króna. Pálmi Haraldsson vill koma því á framfæri að lán vegna arðgreiðslunnar hafi verið greitt um leið og arðurinn frá Iceland barst.
Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira