Viðskipti innlent

Eignir lífeyrissjóða halda áfram að aukast

Hrein eign lífeyrissjóða í lok mars sl. var 1.846 milljarða kr. og hækkaði um 44 milljarða kr í mánuðinum. Breytingin skýrist að hluta til vegna hækkunar erlendra hlutabréfamarkaða í mars síðastliðunum. Sé miðað við mars 2009 hefur hrein eign hækkað um 232 milljarða kr.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að vert er að taka fram að ekki liggur fyrir endanlegt ársuppgjör allra sjóðanna og því er um að ræða bráðabirgðatölur sem geta tekið breytingum. Breytingar verða gerðar eftir því sem endurskoðun lífeyrissjóðanna liggur fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×