Snekkjum sökkt eða þeim siglt í strand í kreppunni 28. apríl 2009 15:18 Leiðindasjón blasir nú víða við í höfnum Bandaríkjanna og meðfram ströndum landsins, einkum við Flórída. Það eru snekkjur sem sökkt hefur verið eða þeim siglt í strand af örvæntingarfullum eigendum sem eiga ekki lengur fyrir afborgunum eða rándýrum leguplássum. Í nýlegri umfjöllun um málið á börsen.dk segir að fjármálakreppan skilji nú eftir haug af löskuðum eða illa förnum snekkjum og skútum í kjölfari sínu. Auðkennisnúmer séu skafin af, nöfnin á skrokkunum fölsuð og síðan er botnlokinn opnaður. Afleiðingar þessa eru oft að innsiglingar í hafnir stíflast og strandlengjur eru mengaðar af skipsskrokkum sem hið opinbera neyðist síðan til að hreinsa upp. Fleiri ríki í Bandaríkjunum vinna nú að nýrri löggjöf sem gerir þeim kleyft að sækja eigendur viðkomandi skipa til saka fyrir þetta athæfi. „Hafið undan ströndum okkar er að breytast í ruslahaug," segir Paul Oullette hjá Fish and Wildlife stofnuninni í Flórída. Paul telur jafnframt að vandamálið fari vaxandi. Hann bendir á að við upphaf síðasta árs mátti telja yfirgefnar skútur/snekkjur á fingrum annarrar handar. Síðasta haust var fjöldinn kominn í 118 slík skip. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Leiðindasjón blasir nú víða við í höfnum Bandaríkjanna og meðfram ströndum landsins, einkum við Flórída. Það eru snekkjur sem sökkt hefur verið eða þeim siglt í strand af örvæntingarfullum eigendum sem eiga ekki lengur fyrir afborgunum eða rándýrum leguplássum. Í nýlegri umfjöllun um málið á börsen.dk segir að fjármálakreppan skilji nú eftir haug af löskuðum eða illa förnum snekkjum og skútum í kjölfari sínu. Auðkennisnúmer séu skafin af, nöfnin á skrokkunum fölsuð og síðan er botnlokinn opnaður. Afleiðingar þessa eru oft að innsiglingar í hafnir stíflast og strandlengjur eru mengaðar af skipsskrokkum sem hið opinbera neyðist síðan til að hreinsa upp. Fleiri ríki í Bandaríkjunum vinna nú að nýrri löggjöf sem gerir þeim kleyft að sækja eigendur viðkomandi skipa til saka fyrir þetta athæfi. „Hafið undan ströndum okkar er að breytast í ruslahaug," segir Paul Oullette hjá Fish and Wildlife stofnuninni í Flórída. Paul telur jafnframt að vandamálið fari vaxandi. Hann bendir á að við upphaf síðasta árs mátti telja yfirgefnar skútur/snekkjur á fingrum annarrar handar. Síðasta haust var fjöldinn kominn í 118 slík skip.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira