Handbolti

Logi meiddur - vonast til að geta spilað með landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Logi er meiddur í öxlinni og spilar tæplega með Lemgo í kvöld.
Logi er meiddur í öxlinni og spilar tæplega með Lemgo í kvöld. Mynd/Pjetur

Stórskyttan Logi Geirsson á við meiðsli að stríða í öxl og hann hefur af þeim sökum ekki getað spilað mikið með Lemgo upp á síðkastið.

„Ég er með einhverjar bólgur í öxlinni sem eru að plaga mig. Hef fengið 4-5 sprautur í öxlina og þetta fer vonandi að lagast," sagði Logi við Vísi í dag.

Logi mun líklega missa af leiknum við Göppingen í kvöld en hann verður sprautaður fyrir leik og svo verður séð til.

Íslenska landsliðið kemur saman næstkomandi mánudag en framundan eru tveir mikilvægir leikir í undankeppni EM. Fyrst gegn Makedónum ytra þann 18. mars og svo gegn Eistum heima fjórum dögum síðar.

„Ég er að vonast til þess að öxlin verði orðin nógu góð svo ég geti spilað með. Vil alls ekki missa af þessum leikjum," sagði Logi en landsliðið má illa við því að missa enn einn lykilmanninn í meiðsli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×