Fyrrum forstjóri JJB Sports: Skuldar Kaupþingi 30 milljarða 18. október 2009 11:26 Kaupþing. Mynd úr safni. Eignarhaldsfélag í eigu Chris Ronnie, fyrrum forstjóra JJB Sports, skuldaði Kaupþingi á Íslandi tæpa 30 milljarða þegar það fór á hausinn í janúar síðastliðnum. Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar rannsakar nú meint samráð á milli JJB Sports og verslunarkeðjunnar Sports Direct International. Ennfremur er Chris sjálfur sérstaklega til rannsóknar vegna gruns um ólöglegan flutning á eignarhlut sínum í verslunarkeðjunni til Kaupþings, en þann hlut áttu Ronnie og Exista saman. Þá er einnig verið að rannsaka falsaða risnureikninga, hugsanlegan þjófnað á eigum verslunarkeðjunnar og leka á upplýsingum úr bókhaldi hennar áður en milliuppgjör var birt í september 2008. Chris Ronnie átti, ásamt Exista, 27 prósentu hlut í JJB Sports. Bréfin voru í eignarhaldsfélaginu Guro Leisure sem var fjármagnað með íslensku lánsfé en fór í þrot í janúar. Hann notaði bréfin sem veð fyrir 190 milljóna punda láni sem hann tók hjá Kaupþingi. Kaupþing gerði síðan veðkall og yfirtók hlutabréfin í kjölfarið. Þegar þetta kom í ljós í mars síðastliðnum var Ronnie rekinn frá JJB. Málið er rannsakað af fjórum mismunandi yfirvöldum í Bretlandi. Auk bresku efnahagsbrotadeildarinnar þá eru samkeppniseftirlitið, sérsveit á vegum bresku lögreglunnar sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi og svo tollgæslan. Athygli vekur að sérsveit lögreglunnar rannsakar málið en hún hefur hingað til beint spjótum sínum að skipulögðum glæpum sem tengjast fíkniefnum, mansali og peningaþvætti hinna ýmsu mafíusamtaka. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira
Eignarhaldsfélag í eigu Chris Ronnie, fyrrum forstjóra JJB Sports, skuldaði Kaupþingi á Íslandi tæpa 30 milljarða þegar það fór á hausinn í janúar síðastliðnum. Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar rannsakar nú meint samráð á milli JJB Sports og verslunarkeðjunnar Sports Direct International. Ennfremur er Chris sjálfur sérstaklega til rannsóknar vegna gruns um ólöglegan flutning á eignarhlut sínum í verslunarkeðjunni til Kaupþings, en þann hlut áttu Ronnie og Exista saman. Þá er einnig verið að rannsaka falsaða risnureikninga, hugsanlegan þjófnað á eigum verslunarkeðjunnar og leka á upplýsingum úr bókhaldi hennar áður en milliuppgjör var birt í september 2008. Chris Ronnie átti, ásamt Exista, 27 prósentu hlut í JJB Sports. Bréfin voru í eignarhaldsfélaginu Guro Leisure sem var fjármagnað með íslensku lánsfé en fór í þrot í janúar. Hann notaði bréfin sem veð fyrir 190 milljóna punda láni sem hann tók hjá Kaupþingi. Kaupþing gerði síðan veðkall og yfirtók hlutabréfin í kjölfarið. Þegar þetta kom í ljós í mars síðastliðnum var Ronnie rekinn frá JJB. Málið er rannsakað af fjórum mismunandi yfirvöldum í Bretlandi. Auk bresku efnahagsbrotadeildarinnar þá eru samkeppniseftirlitið, sérsveit á vegum bresku lögreglunnar sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi og svo tollgæslan. Athygli vekur að sérsveit lögreglunnar rannsakar málið en hún hefur hingað til beint spjótum sínum að skipulögðum glæpum sem tengjast fíkniefnum, mansali og peningaþvætti hinna ýmsu mafíusamtaka.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Stefna á gervigreindarver við Húsavík Viðskipti innlent Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Sjá meira