Töfrandi hversdagsleiki Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 16. nóvember 2009 06:00 Tengdamóðir mín hélt því eitt sinn fram að sonur hennar hafi verið fullkominn við afhendingu úr foreldrahúsum. Hún er ekki nærri eins dómhörð og ég sem hló dátt og hélt auðvitað að hún væri að grínast. En eftir þrotlausa elju í næstum aldarfjórðung hefur mér reyndar tekist að temja umræddan eiginmann töluvert. Suma daga er frammistaða hans í fjölbreyttum verkefnum með þvílíkum ágætum að ég klökkna næstum yfir minni eigin snilld. Því þrátt fyrir króníska aðdáun tengdamömmu er staðreynd að sumir hæfileikar eru áunnir en ekki meðfæddir. Í upphafi búskaparins kom nefnilega í ljós dálítill blæbrigðamunur á því hvað teldist sómasamlegt heimilishald. Þá voru viðhorf mín nokkuð ströng og fólu í sér ýmsar ófrávíkanlegar reglur um matartíma, skúringar og strauverk. Hefði bóndi minn látið vel að stjórn sætum við nú líklega afskaplega lekker og hrútleiðinleg og hekluðum blúndudúka. En vegna þess að guð er góður mættu miðaldra viðhorf mín kröftugri andspyrnu sem varð stundum efniviður í svolitla dramatík. Reyndar tók tíma að fínstilla jafnvægið og enn rifjum við hjónakornin einstöku sinnum upp sýnishorn af gömlum og góðum skoðanaskiptum um uppvask og umgengni. Sífelld sæla er nefnilega ógurlega þreytandi til lengdar og þá er einmitt hætt við að ponsulitlir hnökrar verði tilefni til mikillar mæðu. Til dæmis ef makinn gleymir smjörinu á eldhúsbekknum yfir nótt, skilur skítugu sokkana eftir á baðgólfinu og þrammar inn í stofu í forugum gönguskóm. Sem betur fer hristir tilveran stundum viðhorfin í réttar skorður svo ofurviðkvæmnin hripar aftur niður í kjallara þar sem hún á heima. Nýjasta upphitunin hófst fyrir mánuði með kvefi og hita. Eftir tveggja daga kúnstpásu fylgdi hin heimsfræga svínaflensa með mögnuðu upphafsatriði og langdreginni eftirfylgni en rúsínan í pylsuendanum var afar sannfærandi gubbupest. Í millitíðinni át svo hundurinn hressilega yfir sig, varð fárveikur og reyndar sá eini í fjölskyldunni sem fékk næturlækni. Eftir hroðalega pestardaga er hversdagsleikinn umlukinn töfraljóma. Skyndilega væri bara kósí að finna skítuga sokka á baðgólfinu og smjörið á eldhúsbekknum. Dást að maka sínum stika svo karlmannlega um stofugólfið á forugum gönguskónum. Eftir almennilega flensutíð er ekki nokkur þörf á ómerkilegu hjónaþrasi um uppvask og umgengni til að kunna að meta frið og spekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun
Tengdamóðir mín hélt því eitt sinn fram að sonur hennar hafi verið fullkominn við afhendingu úr foreldrahúsum. Hún er ekki nærri eins dómhörð og ég sem hló dátt og hélt auðvitað að hún væri að grínast. En eftir þrotlausa elju í næstum aldarfjórðung hefur mér reyndar tekist að temja umræddan eiginmann töluvert. Suma daga er frammistaða hans í fjölbreyttum verkefnum með þvílíkum ágætum að ég klökkna næstum yfir minni eigin snilld. Því þrátt fyrir króníska aðdáun tengdamömmu er staðreynd að sumir hæfileikar eru áunnir en ekki meðfæddir. Í upphafi búskaparins kom nefnilega í ljós dálítill blæbrigðamunur á því hvað teldist sómasamlegt heimilishald. Þá voru viðhorf mín nokkuð ströng og fólu í sér ýmsar ófrávíkanlegar reglur um matartíma, skúringar og strauverk. Hefði bóndi minn látið vel að stjórn sætum við nú líklega afskaplega lekker og hrútleiðinleg og hekluðum blúndudúka. En vegna þess að guð er góður mættu miðaldra viðhorf mín kröftugri andspyrnu sem varð stundum efniviður í svolitla dramatík. Reyndar tók tíma að fínstilla jafnvægið og enn rifjum við hjónakornin einstöku sinnum upp sýnishorn af gömlum og góðum skoðanaskiptum um uppvask og umgengni. Sífelld sæla er nefnilega ógurlega þreytandi til lengdar og þá er einmitt hætt við að ponsulitlir hnökrar verði tilefni til mikillar mæðu. Til dæmis ef makinn gleymir smjörinu á eldhúsbekknum yfir nótt, skilur skítugu sokkana eftir á baðgólfinu og þrammar inn í stofu í forugum gönguskóm. Sem betur fer hristir tilveran stundum viðhorfin í réttar skorður svo ofurviðkvæmnin hripar aftur niður í kjallara þar sem hún á heima. Nýjasta upphitunin hófst fyrir mánuði með kvefi og hita. Eftir tveggja daga kúnstpásu fylgdi hin heimsfræga svínaflensa með mögnuðu upphafsatriði og langdreginni eftirfylgni en rúsínan í pylsuendanum var afar sannfærandi gubbupest. Í millitíðinni át svo hundurinn hressilega yfir sig, varð fárveikur og reyndar sá eini í fjölskyldunni sem fékk næturlækni. Eftir hroðalega pestardaga er hversdagsleikinn umlukinn töfraljóma. Skyndilega væri bara kósí að finna skítuga sokka á baðgólfinu og smjörið á eldhúsbekknum. Dást að maka sínum stika svo karlmannlega um stofugólfið á forugum gönguskónum. Eftir almennilega flensutíð er ekki nokkur þörf á ómerkilegu hjónaþrasi um uppvask og umgengni til að kunna að meta frið og spekt.