Handbolti

Slæmt tap hjá Minden

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gylfi Gylfason, leikmaður Minden.
Gylfi Gylfason, leikmaður Minden. Nordic Photos / Bongarts

Minden tapaði fyrir Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og höfðu liðin þar með sætaskipti í töflunni.

Minden lék á heimavelli en Melsungen vann, 32-29. Gylfi Gylfason skoraði fjögur mörk fyrir Minden en Ingimundur Ingimundarson komst ekki á blað að þessu sinni.

Grosswallstadt tapaði fyrir Hamburg á útivelli á sama tíma, 31-26. Einar Hólmgeirsson var ekki í leikmannahópi Grosswallstadt.

Grosswallstadt er í ellefta sæti deildarinnar en Minden í því þrettánda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×