Handbolti

Ólafur semur við Rhein-Neckar Löwen

Nordic Photos/Getty Images

Ólafur Stefánsson hefur nú formlega gengið frá samningi við þýska úrvalsdeildarfélagið Rhein-Neckar Löwen. Ólafur gerði tveggja ára samning sem tekur gildi þann 1. júlí í sumar.

"Úrvalsdeildin er orðin sterkari síðan ég spilaði í henni fyrir fimm árum og ég hef sett mér ný og stór markmið. Löwen er félag með mikinn metnað og ætlar sér að velta Kiel af stalli sem besta lið Þýskalands. Þetta er gríðarleg áskorun fyrir mig," er haft eftir Ólafi í þýskum fjölmiðlum í dag.

Framkvæmdastjóri Löwen segir Ólaf vera mikinn feng fyrir félagið. "Ólafur er leikmaður í hæsta gæðaflokki, hann er leiðtogi og hefur mikla reynslu."

Ólafur hóf atvinnumannsferil sinn með Wuppertal í Þýskalandi árið 1996 en fór svo til Magdeburg árið 1998 þar sem hann var til ársins 2003. Þaðan fór hann til Ciudad Real á Spáni þar sem hann leikur í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×