Verður Boston nítjánda fórnarlamb Cleveland í röð? 9. janúar 2009 16:40 Paul Pierce og LeBron James leiða saman hesta sína á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt NordicPhotos/GettyImages Sannkallaður risaleikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt þegar Cleveland tekur á móti meisturum Boston. Cleveland hefur unnið átján leiki í röð á heimavelli sínum Quicken Loans Arena. Cleveland er í efsta sæti NBA deildarinnar ásamt LA Lakers með 28 sigra og aðeins sex töp, en Boston er ekki langt þar á eftir með 29 sigra og átta töp. Meistararnir hafa hinsvegar verið langt frá sínu besta upp á síðkastið og hafa tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir ótrúlega 27-2 byrjun. Það má því segja að Quicken Loans Arena með 20,000 öskrandi aðdáendur Cleveland sé góður staður fyrir meistara Boston til að hrökkva í gang á ný. "Þetta er ekki slæm prófraun fyrir okkur. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur. Cleveland er að spila ótrúlega vel um þessar mundir. Kannski verður þessi leikur til að kveikja í okkur aftur - hver veit?" sagði Doc Rivers þjálfari Boston. Boston og Cleveland eru langbestu liðin í Austurdeildinni ef tekið er mið af töflunni og þau mættust í sögulegu einvígi í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrravor. Boston hafði þá betur í sjö leikja rimmu þar sem liðið kláraði dæmið á heimavelli í oddaleik. "Við munum enn eftir þessu einvígi, en menn verða að halda áfram ótrauðir. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr fortíðinni í þessari deild," sagði LeBron James hjá Cleveland sem margir kalla besta körfuboltamann heims í dag. Paul Pierce fyrirliði Boston og besti maður lokaúrslitanna í fyrra, veit alveg við hverju má búast í Cleveland í kvöld. "Þetta er lið sem við sigruðum í úrslitakeppninni í fyrra. Þeir eru besta heimavallarliðið í deildinni og hafa eflaust hlakkað mikið til þessa leiks. Þeir munu mæta okkur af mikilli hörku og við verðum að svara þeim, því við vitum vel að þessi lið munu væntanlega mætast fyrr eða síðar í úrslitakeppninni," sagði Pierce. Bæði lið eru með flesta sína menn heila en þó leikur Cleveland án miðherjans Zydrunas Illgauskas sem er meiddur og hefur Brasilíumaðurinn Anderson Varejao fyllt stöðu hans í byrjunarliðinu. NBA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira
Sannkallaður risaleikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt þegar Cleveland tekur á móti meisturum Boston. Cleveland hefur unnið átján leiki í röð á heimavelli sínum Quicken Loans Arena. Cleveland er í efsta sæti NBA deildarinnar ásamt LA Lakers með 28 sigra og aðeins sex töp, en Boston er ekki langt þar á eftir með 29 sigra og átta töp. Meistararnir hafa hinsvegar verið langt frá sínu besta upp á síðkastið og hafa tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir ótrúlega 27-2 byrjun. Það má því segja að Quicken Loans Arena með 20,000 öskrandi aðdáendur Cleveland sé góður staður fyrir meistara Boston til að hrökkva í gang á ný. "Þetta er ekki slæm prófraun fyrir okkur. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur. Cleveland er að spila ótrúlega vel um þessar mundir. Kannski verður þessi leikur til að kveikja í okkur aftur - hver veit?" sagði Doc Rivers þjálfari Boston. Boston og Cleveland eru langbestu liðin í Austurdeildinni ef tekið er mið af töflunni og þau mættust í sögulegu einvígi í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrravor. Boston hafði þá betur í sjö leikja rimmu þar sem liðið kláraði dæmið á heimavelli í oddaleik. "Við munum enn eftir þessu einvígi, en menn verða að halda áfram ótrauðir. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr fortíðinni í þessari deild," sagði LeBron James hjá Cleveland sem margir kalla besta körfuboltamann heims í dag. Paul Pierce fyrirliði Boston og besti maður lokaúrslitanna í fyrra, veit alveg við hverju má búast í Cleveland í kvöld. "Þetta er lið sem við sigruðum í úrslitakeppninni í fyrra. Þeir eru besta heimavallarliðið í deildinni og hafa eflaust hlakkað mikið til þessa leiks. Þeir munu mæta okkur af mikilli hörku og við verðum að svara þeim, því við vitum vel að þessi lið munu væntanlega mætast fyrr eða síðar í úrslitakeppninni," sagði Pierce. Bæði lið eru með flesta sína menn heila en þó leikur Cleveland án miðherjans Zydrunas Illgauskas sem er meiddur og hefur Brasilíumaðurinn Anderson Varejao fyllt stöðu hans í byrjunarliðinu.
NBA Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fleiri fréttir Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Sjá meira