Viðskipti erlent

Svíar sækja í sjóði evrópska seðlabankans

Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans.
Jean-Claude Trichet, bankastjóri evrópska seðlabankans. Mynd/AFP

Sænski seðlabankinn fær á næstunni þriggja milljarða evra lán frá evrópska seðlabankanum til að koma í veg fyrir að fjármálakreppan grafi sig of djúpt í gjaldeyrisforða bankans. Þetta jafngildir tæpum 539 milljörðum íslenskra króna á gengi dagsins.

Lánið er hluti af gjaldeyrisskiptasamningi sænska seðlabankans við evrópska bankann en samkvæmt honum geta Svíar sótt sér allt að tíu milljarða evra í skiptum fyrir sænskar krónur, að sögn Associated Press í dag.

Sænski seðlabankinn segir í tilkynningu, að skuldbindingar sænskra banka séu að stórum hluta í erlendri mynt og því þurfi seðlabankinn á nægilega traustum gjaldeyrisforða að halda.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×