Kreppir að hjá auðkýfingi 7. janúar 2009 00:01 Sir Tom Hunter Fjármálakreppan kom illa við skoska auðkýfinginn Sir Tom Hunter á nýliðnu ári. Hunter, sem gjarnan er kallaður ríkasti maður Skotlands og stefnir að því að gefa einn milljarð punda, jafnvirði 180 milljarða króna, til góðgerðamála á meðan hjarta hans slær, hefur fjárfest nokkuð með Baugi í Bretlandi í gegnum tíðina, svo sem í bresku versluninni House of Fraser og garðvörukeðjunni Wyevale Garden Centres. Þá átti hann helmingshlut í Jötun Holding, sem sat á tveggja prósenta hlut í gamla Glitni um tíma. Samkvæmt útreikningum skoska blaðsins Evening Times í fyrradag nam tap auðkýfingsins 250 milljónum punda, jafnvirði 44,5 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, í fyrra. Hunter hefur nú þurft að horfa upp á verulega þynningu eignahluta sinna í tveimur garðvörukeðjum auk þess sem fataverslun hans fór í þrot í kringum áramótin. Svipaða sögu er að segja um fleiri eignir. Hann hefur nú selt villu sína í Suður-Frakklandi og snekkju til að eiga fyrir salti í grautinn og standa við skuldbindingar sínar. Hunter, sem er 47 ára, er þrátt fyrir allt ekki auralaus en breska dagblaðið Times segir verðmæti eigna hans nema 750 milljónum punda. - jab Markaðir Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fjármálakreppan kom illa við skoska auðkýfinginn Sir Tom Hunter á nýliðnu ári. Hunter, sem gjarnan er kallaður ríkasti maður Skotlands og stefnir að því að gefa einn milljarð punda, jafnvirði 180 milljarða króna, til góðgerðamála á meðan hjarta hans slær, hefur fjárfest nokkuð með Baugi í Bretlandi í gegnum tíðina, svo sem í bresku versluninni House of Fraser og garðvörukeðjunni Wyevale Garden Centres. Þá átti hann helmingshlut í Jötun Holding, sem sat á tveggja prósenta hlut í gamla Glitni um tíma. Samkvæmt útreikningum skoska blaðsins Evening Times í fyrradag nam tap auðkýfingsins 250 milljónum punda, jafnvirði 44,5 milljarða íslenskra króna á núverandi gengi, í fyrra. Hunter hefur nú þurft að horfa upp á verulega þynningu eignahluta sinna í tveimur garðvörukeðjum auk þess sem fataverslun hans fór í þrot í kringum áramótin. Svipaða sögu er að segja um fleiri eignir. Hann hefur nú selt villu sína í Suður-Frakklandi og snekkju til að eiga fyrir salti í grautinn og standa við skuldbindingar sínar. Hunter, sem er 47 ára, er þrátt fyrir allt ekki auralaus en breska dagblaðið Times segir verðmæti eigna hans nema 750 milljónum punda. - jab
Markaðir Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent