Viðskipti erlent

Vilja setja Kaupmannahöfn undir stjórn skilanefndar

Meirihluti er nú fyrir því á danska þinginu að setja höfuðborg landsins, Kaupmannahöfn, undir sérstaka stjórn skilanefndar. Yrði nefndin annað hvort á vegum innanríkisráðuneytisins eða samtaka sveitarfélaga í Danmörku. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðunni e24.no.

Fjármál borgarinnar eru í miklum ólestri og er nú svo komið að sum svið hennar geta ekki lengur borgað reikninga sína. Raunar hefur tækni- og umhverfissvið borgarinnar ekki borgað reikninga sína svo mánuðum skiptir. Svipaða sögu er að segja af barna- og unglingasviðinu en þar hefur viðvarandi halli á rekstrinum valdið miklum vandræðum.

„Þetta veldur okkur miklum áhyggjum og það er algjörlega óásættanlegt að tækni- og umhverfissvið borgarinnar geti ekki einu sinni borgað reikninga sína," segir Rasmus Prehn talsmaður Jafnaðarmannaflokksins.

Dansk Folkeparti hefur lagt fram kröfu um að vandamálið verði tafarlaust leyst. „Þetta sýnir að borgin hefur þörf á aðstoð," segir Kristian Skibby talsmaður flokksins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×