Erlent

Bretar vilja úr ESB

Nærri tveir þriðjuhlutar breskra kjósenda vilja skera á tenglsin við Evrópusambandið að hluta eða alfarið.

Þetta er niðurstaða könnunar sem rannsóknarfyrirtækið YouGov vann fyrir samtök efasemdarmanna í evrópumálum og birt er sunnudagsútgáfu breska blaðsins Telegraph. Rúmlega tvö þúsund Bretar voru spurðir dagana sjötta til áttunda janúar.

Sextán prósent þeirra sem svöruðu vilja segja sig úr Evrópusambandinu að fullu og öllu. Fjörutíu og átta prósent vilja losa um tengslin þannig að breska ríkisstjórnin taki aftur einhver þau völd sem ráðamenn í Brussel hafi nú. Sá hópur vill einnig að vald Evrópudómstólsins yfir breskri löggjöf og lagasetningu verði minnkað.

Samanlagt þýðir þetta að sextíu og fjögur prósent Breta vilja losa um tenglsin við ESB að hluta eða þá rjúfa þau alfarið. Tuttugu og tvö prósent þeirra sem svöruðu vilja að Bretland sé áfram í ESB, að fyrirkomulagið verði óbreytt og vilja gildistöku Lissabon sáttmálans umdeilda sem er eins konar stjórnarsáttmáli Evrópusambandsins.

Aðeins tuttugu og fjögur prósent þeirra sem svöruðu vilja henda pundinu fyrir evruna, sextíu og fjögur prósent vilja það ekki. Umræðan um evruupptöku í Bretlandi hefur orðið háværari síðustu vikur og mánuði vegna þess hve pundið hefur hrunið gagnvart henni.

Athygli vekur að fjörutíu og fimm prósent þeirra sem svöruðu telja að stóru flokkarnir þrír í Bretlandi hafi ekki evrópustefnu sem þeim hugnist.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×