Íbúar fóstra leikvöll Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 21. ágúst 2009 02:00 Þátttaka íbúa í ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar er smám saman að verða skipulagður þáttur í ákvörðunum í ráðum og nefndum borgarinnar. Fullyrða má að oftast þegar hagsmunaaðilar og íbúar taka þátt verður endanleg ákvörðun betri og ástæður ákvörðunar skýrari. Borgaryfirvöld eiga þess vegna að vinna markvisst betur með íbúum Reykjavíkur í umhverfis- og skipulagsmálum. Umhverfis- og samgöngusvið sér um og skipuleggur yfir 150 opin leiksvæði. Þetta er mikill fjöldi svæða, jafnvel það mikill að erfitt er að tryggja að leikvellirnir séu vel nýttir og bjóði upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir börn og fullorðna. Þetta er fjárfrekt verkefni sem krefst mikils mannafla og mikilla fjárfestinga á hverju ári. Oftar en ekki fer svo að lágmarksvinna fer í marga leikvellina og íbúar telja samt ekkert hafa verið að gert. Eitt af fjölmörgum spennandi grænum skrefum borgarinnar á árinu er að hefja vinnu við leikjastefnu (e. Play strategy) borgarinnar sem miðar að því að vinna með íbúum að skipulagi og nýtingu þessara svæða til leikja og útivistar. Á 223. ára afmæli Reykjavíkurborgar síðasta þriðjudag fékk borgin skemmtilega gjöf frá íbúum í Vesturbænum. Um er að ræða þróunarverkefni íbúa og umhverfis- og samgöngusviðs sem felur í sér að Grímur, nýstofnað vináttufélag leikvallarins við Lynghaga, taki leikvöllinn í fóstur. Fóstrun garða og leikvalla er vel þekkt samstarf íbúa og borgaryfirvalda erlendis og er spennandi nýjung hér. Samstarfið felur í sér að íbúar, hverfaráð og umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar skipta með sér verkum og vinna sameiginlega að því að leikvellirnir í þessu tilfelli nýtist sem best. Verkefni eins og þetta eiga vonandi eftir að verða fleiri og fellur afar vel að einu af markmiðum Reykjavíkurborgar í átt að því að borgarbúar verði virkir þátttakendur í umhverfismálum og mótun borgarinnar. Kostirnir eru ótalmargir; íbúar tengjast í gegnum sameiginlegt verkefni, skoðanir þeirra sem nýta sér útivistarsvæðin komast til skila á skilvirkan hátt og reiturinn verður stolt íbúanna. Að auki hafa svona verkefni bein áhrif á íbúalýðræði og upplýstari umræðu um í hvað og hvernig dýrmætu skattfé borgarbúa er varið. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Þátttaka íbúa í ákvarðanatöku Reykjavíkurborgar er smám saman að verða skipulagður þáttur í ákvörðunum í ráðum og nefndum borgarinnar. Fullyrða má að oftast þegar hagsmunaaðilar og íbúar taka þátt verður endanleg ákvörðun betri og ástæður ákvörðunar skýrari. Borgaryfirvöld eiga þess vegna að vinna markvisst betur með íbúum Reykjavíkur í umhverfis- og skipulagsmálum. Umhverfis- og samgöngusvið sér um og skipuleggur yfir 150 opin leiksvæði. Þetta er mikill fjöldi svæða, jafnvel það mikill að erfitt er að tryggja að leikvellirnir séu vel nýttir og bjóði upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir börn og fullorðna. Þetta er fjárfrekt verkefni sem krefst mikils mannafla og mikilla fjárfestinga á hverju ári. Oftar en ekki fer svo að lágmarksvinna fer í marga leikvellina og íbúar telja samt ekkert hafa verið að gert. Eitt af fjölmörgum spennandi grænum skrefum borgarinnar á árinu er að hefja vinnu við leikjastefnu (e. Play strategy) borgarinnar sem miðar að því að vinna með íbúum að skipulagi og nýtingu þessara svæða til leikja og útivistar. Á 223. ára afmæli Reykjavíkurborgar síðasta þriðjudag fékk borgin skemmtilega gjöf frá íbúum í Vesturbænum. Um er að ræða þróunarverkefni íbúa og umhverfis- og samgöngusviðs sem felur í sér að Grímur, nýstofnað vináttufélag leikvallarins við Lynghaga, taki leikvöllinn í fóstur. Fóstrun garða og leikvalla er vel þekkt samstarf íbúa og borgaryfirvalda erlendis og er spennandi nýjung hér. Samstarfið felur í sér að íbúar, hverfaráð og umhverfis- og samgöngusvið borgarinnar skipta með sér verkum og vinna sameiginlega að því að leikvellirnir í þessu tilfelli nýtist sem best. Verkefni eins og þetta eiga vonandi eftir að verða fleiri og fellur afar vel að einu af markmiðum Reykjavíkurborgar í átt að því að borgarbúar verði virkir þátttakendur í umhverfismálum og mótun borgarinnar. Kostirnir eru ótalmargir; íbúar tengjast í gegnum sameiginlegt verkefni, skoðanir þeirra sem nýta sér útivistarsvæðin komast til skila á skilvirkan hátt og reiturinn verður stolt íbúanna. Að auki hafa svona verkefni bein áhrif á íbúalýðræði og upplýstari umræðu um í hvað og hvernig dýrmætu skattfé borgarbúa er varið. Höfundur er borgarfulltrúi.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun