Biðin langa Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 7. maí 2009 06:00 Má bjóða þér að bíða?" spyr ritarinn í símanum þegar sá sem ég er að reyna að ná í reynist vera upptekinn. Jú, ég bíð og leiðinleg tónlist glymur í eyranu á mér. Mér leiðist að bíða. Það er erfitt að geta ekki haft áhrif á gang mála, vopnin eru slegin úr höndum manns og maður hangir í lausu lofti. Meðan tónlistin vermir á mér eyrnagöngin er mér litið út um gluggann á regnið sem hendist niður á stéttina og safnast í polla. það hefur rignt frekar mikið undanfarið. Ég er að bíða eftir að það stytti upp svo ég geti brugðið mér út undir ferskt loft. Bíða eftir að sólin fari að skína, það sjái í heiðan himin og það fari að vora almennilega. Mér er farið að leiðast í símanum en ekkert lát er á tónlistinni. Engin rödd sem segir mér númer hvað ég er í röðinni svo ég endist frekar á línunni, bara tónlist. Ég urra í símtólið að ég hafi ekki allan daginn en það heyrir auðvitað enginn í mér, svo ég bíð. Það versta er að ég verð nauðsynlega að ná í viðkomandi svo ég get ekki leyft mér að skella á. Erindið er áríðandi og þolir enga bið, ég er því að verða vitlaus á að bíða. Þegar lagið í símanum rúllar í fimmta eða sjötta skiptið er ég farin að kunna textann utan að. Mér líkar ekki hvernig ég er algerlega upp á símtólið komin og regnið sem lemur rúðuna bætir ekki úr skák. Hvers lags ókurteisi er þetta að láta mann bíða svona? Öll þjóðin er í hálfgerðu limbói, að bíða eftir að sitjandi stjórn ákveði loks að sitja áfram eins og hún var kosin til. Bíða eftir að hún taki af skarið, bíða eftir að einhverjum björgunarhringjum verði kastað til okkar og það fari loks að stytta upp í kreppuúrhellinu. Ég kreisti símtólið í reiði minni en get lítið gert. Pollarnir á stéttinni hjá mér hafa stækkað, nokkrir þeirra hafa náð saman og mynda stöðuvötn og litlir lækir flæða saman í stórfljót. Ef biðinni fer ekki að ljúka verður bráðum ófært út úr húsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun
Má bjóða þér að bíða?" spyr ritarinn í símanum þegar sá sem ég er að reyna að ná í reynist vera upptekinn. Jú, ég bíð og leiðinleg tónlist glymur í eyranu á mér. Mér leiðist að bíða. Það er erfitt að geta ekki haft áhrif á gang mála, vopnin eru slegin úr höndum manns og maður hangir í lausu lofti. Meðan tónlistin vermir á mér eyrnagöngin er mér litið út um gluggann á regnið sem hendist niður á stéttina og safnast í polla. það hefur rignt frekar mikið undanfarið. Ég er að bíða eftir að það stytti upp svo ég geti brugðið mér út undir ferskt loft. Bíða eftir að sólin fari að skína, það sjái í heiðan himin og það fari að vora almennilega. Mér er farið að leiðast í símanum en ekkert lát er á tónlistinni. Engin rödd sem segir mér númer hvað ég er í röðinni svo ég endist frekar á línunni, bara tónlist. Ég urra í símtólið að ég hafi ekki allan daginn en það heyrir auðvitað enginn í mér, svo ég bíð. Það versta er að ég verð nauðsynlega að ná í viðkomandi svo ég get ekki leyft mér að skella á. Erindið er áríðandi og þolir enga bið, ég er því að verða vitlaus á að bíða. Þegar lagið í símanum rúllar í fimmta eða sjötta skiptið er ég farin að kunna textann utan að. Mér líkar ekki hvernig ég er algerlega upp á símtólið komin og regnið sem lemur rúðuna bætir ekki úr skák. Hvers lags ókurteisi er þetta að láta mann bíða svona? Öll þjóðin er í hálfgerðu limbói, að bíða eftir að sitjandi stjórn ákveði loks að sitja áfram eins og hún var kosin til. Bíða eftir að hún taki af skarið, bíða eftir að einhverjum björgunarhringjum verði kastað til okkar og það fari loks að stytta upp í kreppuúrhellinu. Ég kreisti símtólið í reiði minni en get lítið gert. Pollarnir á stéttinni hjá mér hafa stækkað, nokkrir þeirra hafa náð saman og mynda stöðuvötn og litlir lækir flæða saman í stórfljót. Ef biðinni fer ekki að ljúka verður bráðum ófært út úr húsi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun