Snorri Steinn: Hefur ekki liðið svona vel í mörg ár Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. júní 2009 20:30 Snorri Steinn Guðjónsson. Mynd/Pjetur Snorri Steinn Guðjónsson lék sinn fyrsta leik í langan tíma þrátt fyrir að vera enn í endurhæfingu vegna meiðsla á hné og stóð sig vonum framar og virðist ekkert ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru. "Ég kom eiginlega sjálfum mér á óvart. Við ákváðum að láta reyna á þetta og það gekk vonum framar hjá mér en það er svekkjandi að hafa ekki náð að landa sigrinum. Við sáum það á viðbrögðum Norðmanna að þeir fögnuðu stigi á meðan við grétum það," sagði Snorri eftir jafnteflið við Norðmenn. "Við vorum með þetta í hendi okkar en ákveðnir hlutir ganga ekki upp hjá okkur og lendum í vandræðum með Mamelund sem var heitur seinustu tíu mínúturnar. Við áttum að ganga betur út í hann og bregðast við hans leik en við gerðum það ekki og kannski frusum svolítið." "Við getum lært helling af þessu. Við spilum í sjálfu sér ágætisleik en það er fullt af hlutum sem hægt er að laga. Gummi [Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari] á eftir að fara vel yfir það og laga það sem laga þarf fyrir miðvikudaginn." "Þeir sem hafa prófað að spila á 17. júní vita að ekkert jafnast á við það sem landsliðsmaður. Mér syndist að það væri hægt að þjappa betur í Höllinni nú þarf bara að fylla hana alveg á miðvikudaginn og styðja við bakið á okkur." "Sigurbergur kom sterkur inn og Alexander er góður. Það kemur maður í manns stað og við erum með fína breidd og ef maður telur upp þá leikmenn sem vantar að þá segir það sig sjálft að flest lið myndu sakna leikmanna í þessum klassa. Það vantar færri í lið Norðmanna að mínu mati og við sýndum að við erum með betra lið en þeir þó það vanti marga leikmenn. Þó við höfum eingöngu náð jafntefli þá sýnir þetta okkar styrk og hvað við getum gert á komandi árum." "Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið inn í þennan leik til að sigra og við veltum því ekki fyrir okkur hverja vantar og hverja ekki. Þetta hefur verið svona í þessari undankeppni og við erum meira og minna lemstraðir. Guðmundur hefur ekki haft úr sínu besta liði að moða og hann lendir kannski í vandræðum þegar að því kemur en Við megum ekki gleyma okkur, við þurfum að ýta þessu til hliðar og klára leikinn á miðvikudaginn." "Mér leið vel í leiknum og hefur ekki liðið svona vel í hnénu í mörg herrans ár. Ég á eftir að kólna niður og stífna upp og ég verð að sjá til á morgun hvernig ég verð. Ég er enn í endurhæfingu og ef mér líður vel á morgun verð ég með á miðvikudaginn. Það er fátt skemmtilegra en að spila verkjalaus og koma til baka úr meiðslum og finna að maður sé á réttri leið." "Ég er allt annar maður þó endurhæfingunni sé ekki lokið. Ég get ekki enn æft tvisvar á dag undir fullu álagi. Endurhæfingunni er ekki lokið en munurinn á mér en flestum öðrum er að ég hlakka ekki til að fara í frí, ég vil spila fleiri leiki og æfa mikið enda er ég ekki á leiðinni í frí. Ég held áfram að koma mér á lappir og koma mér í form. Þó það hafi gengið ágætlega í dag þá er ég ekki í sama forminu og t.d. á Ólympíuleiknum en það segir sig svo sem sjálft," sagði Snorri Steinn að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson lék sinn fyrsta leik í langan tíma þrátt fyrir að vera enn í endurhæfingu vegna meiðsla á hné og stóð sig vonum framar og virðist ekkert ryðgaður þrátt fyrir langa fjarveru. "Ég kom eiginlega sjálfum mér á óvart. Við ákváðum að láta reyna á þetta og það gekk vonum framar hjá mér en það er svekkjandi að hafa ekki náð að landa sigrinum. Við sáum það á viðbrögðum Norðmanna að þeir fögnuðu stigi á meðan við grétum það," sagði Snorri eftir jafnteflið við Norðmenn. "Við vorum með þetta í hendi okkar en ákveðnir hlutir ganga ekki upp hjá okkur og lendum í vandræðum með Mamelund sem var heitur seinustu tíu mínúturnar. Við áttum að ganga betur út í hann og bregðast við hans leik en við gerðum það ekki og kannski frusum svolítið." "Við getum lært helling af þessu. Við spilum í sjálfu sér ágætisleik en það er fullt af hlutum sem hægt er að laga. Gummi [Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari] á eftir að fara vel yfir það og laga það sem laga þarf fyrir miðvikudaginn." "Þeir sem hafa prófað að spila á 17. júní vita að ekkert jafnast á við það sem landsliðsmaður. Mér syndist að það væri hægt að þjappa betur í Höllinni nú þarf bara að fylla hana alveg á miðvikudaginn og styðja við bakið á okkur." "Sigurbergur kom sterkur inn og Alexander er góður. Það kemur maður í manns stað og við erum með fína breidd og ef maður telur upp þá leikmenn sem vantar að þá segir það sig sjálft að flest lið myndu sakna leikmanna í þessum klassa. Það vantar færri í lið Norðmanna að mínu mati og við sýndum að við erum með betra lið en þeir þó það vanti marga leikmenn. Þó við höfum eingöngu náð jafntefli þá sýnir þetta okkar styrk og hvað við getum gert á komandi árum." "Þetta kemur mér ekki á óvart. Það var farið inn í þennan leik til að sigra og við veltum því ekki fyrir okkur hverja vantar og hverja ekki. Þetta hefur verið svona í þessari undankeppni og við erum meira og minna lemstraðir. Guðmundur hefur ekki haft úr sínu besta liði að moða og hann lendir kannski í vandræðum þegar að því kemur en Við megum ekki gleyma okkur, við þurfum að ýta þessu til hliðar og klára leikinn á miðvikudaginn." "Mér leið vel í leiknum og hefur ekki liðið svona vel í hnénu í mörg herrans ár. Ég á eftir að kólna niður og stífna upp og ég verð að sjá til á morgun hvernig ég verð. Ég er enn í endurhæfingu og ef mér líður vel á morgun verð ég með á miðvikudaginn. Það er fátt skemmtilegra en að spila verkjalaus og koma til baka úr meiðslum og finna að maður sé á réttri leið." "Ég er allt annar maður þó endurhæfingunni sé ekki lokið. Ég get ekki enn æft tvisvar á dag undir fullu álagi. Endurhæfingunni er ekki lokið en munurinn á mér en flestum öðrum er að ég hlakka ekki til að fara í frí, ég vil spila fleiri leiki og æfa mikið enda er ég ekki á leiðinni í frí. Ég held áfram að koma mér á lappir og koma mér í form. Þó það hafi gengið ágætlega í dag þá er ég ekki í sama forminu og t.d. á Ólympíuleiknum en það segir sig svo sem sjálft," sagði Snorri Steinn að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun „Við vinnum mjög vel saman“ Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Sjá meira