Kolsvört hagspá ASÍ 11. febrúar 2009 14:24 Framundan er mesta samdráttarskeið sem íslenskt efnahaglíf hefur gengið í gegnum á síðari árum. Fyrir höndum eru tvö erfið ár en það tekur að rofa til að nýju á árinu 2011. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri hagspá hagdeildar ASÍ sem birt hefur verið á vefsíðu samtakanna. Útlit er fyrir að niðursveiflan verið bæði dýpri og lengri en fyrstu spár í haust gerðu ráð fyrir. Erfitt hefur reynst að koma starfsemi bankakerfisins aftur í viðunandi horf eftir bankahrunið og skapa tiltrú á íslenskt efnahagslíf auk þess sem horfur í erlendis fara versnandi. Næstu tvö árin dregur mjög úr umsvifum í hagkerfinu og samdráttur í landsframleiðslu verður verulegur. Umskipti verða á árinu 2011 þegar landsframleiðslan tekur að aukast að nýju. Þessi sýn byggir á þeirri forsendur að það takist að skapa traust á íslensku efnahagslífi á ný og blása lífi í íslensku krónuna. Ef það tekst ekki, er hætta á að hagkerfið festist í fjötrum. Horfur á vinnumarkaði eru dökkar allt tímabilið og útlit fyrir að atvinnuleysi verði á bilinu 8-9% næstu þrjú árin. Ólíklegt er að draga fari úr atvinnuleysi fyrr en á síðari hluta ársins 2011. Verðbólga gengur hratt niður á næstu mánuðum og verður komin undir 3% í lok þessa árs. Samhliða lækkandi verðbólgu má búast við að Seðlabankinn lækki stýrivexti. Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Framundan er mesta samdráttarskeið sem íslenskt efnahaglíf hefur gengið í gegnum á síðari árum. Fyrir höndum eru tvö erfið ár en það tekur að rofa til að nýju á árinu 2011. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri hagspá hagdeildar ASÍ sem birt hefur verið á vefsíðu samtakanna. Útlit er fyrir að niðursveiflan verið bæði dýpri og lengri en fyrstu spár í haust gerðu ráð fyrir. Erfitt hefur reynst að koma starfsemi bankakerfisins aftur í viðunandi horf eftir bankahrunið og skapa tiltrú á íslenskt efnahagslíf auk þess sem horfur í erlendis fara versnandi. Næstu tvö árin dregur mjög úr umsvifum í hagkerfinu og samdráttur í landsframleiðslu verður verulegur. Umskipti verða á árinu 2011 þegar landsframleiðslan tekur að aukast að nýju. Þessi sýn byggir á þeirri forsendur að það takist að skapa traust á íslensku efnahagslífi á ný og blása lífi í íslensku krónuna. Ef það tekst ekki, er hætta á að hagkerfið festist í fjötrum. Horfur á vinnumarkaði eru dökkar allt tímabilið og útlit fyrir að atvinnuleysi verði á bilinu 8-9% næstu þrjú árin. Ólíklegt er að draga fari úr atvinnuleysi fyrr en á síðari hluta ársins 2011. Verðbólga gengur hratt niður á næstu mánuðum og verður komin undir 3% í lok þessa árs. Samhliða lækkandi verðbólgu má búast við að Seðlabankinn lækki stýrivexti.
Mest lesið Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Samstarf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira