Viðskipti innlent

Sala á hlut GGE í HS Orku: Vilja forðast erlent eignarhald

Breki Logason skrifar

Eyjólfur Árni Rafnsson stjórnarformaður Geyis Green Energy segir að fyrirtækið eigi ekki frumkvæði að því að selja hlut sinn í HS Orku heldur sé verið að tryggja að merihlutaeign orkufyrirtækja lendi ekki í höndum erlendra aðila. Fyrirtækið á nú í viðræðum við hóp um kaup á eignarhlut sínum í HS Orku, en GGE á 55% hlut í fyrirtækinu í dag.

„Það er vilji til þess að tryggja að minnsta kosti meirihlutinn af þessu fyrirtæki lendi ekki í höndum erlendra aðila. Nú er verið að skoða þessi mál og þetta er ástæða þess að farið er í þessar viðræður. Það hefur komið fram að það er skýr vilji til þess að tryggja að meirihluti orkufyrirtækja verði ekki í eigu erlendra aðila," segir Eyjólfur Árni í samtali við Vísi.

Hann segir menn þegar hafa hist en ekki liggi fyrir hvort GGE muni selja hluta eða allan hlut sinn í HS Orku.

Þrír fulltrúar lífeyrissjóða eiga sveitarfélaganna á Reykjanesi myndi hópinn sem GGE á í viðræðum við um viðskiptin. „Þannig lítur þetta út í dag, en það getur alveg breyst."

Eyjólfur segir að viðræður séu á byrjunarstigi og getur ekki svarað því til hvenær búist er við að þessi mál verði kláruð.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
1,71
9
76.140
SIMINN
1,67
7
112.400
ICEAIR
1,64
38
104.977
KVIKA
1,46
8
19.570
VIS
0,93
1
21

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-0,87
1
22.700
SKEL
-0,71
1
2.321
BRIM
-0,68
4
1.547
ISB
-0,32
18
644.083
SVN
-0,22
3
598
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.