Handbolti

Kiel lagði Gummersbach

Róbert Gunnarsson
Róbert Gunnarsson Nordic Photos/Getty Images

Þrír leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Topplið Kiel heldur áfram að vinna og í kvöld vann liðið 36-30 sigur á Gummersbach.

Róbert Gunnarsson skoraði þrjú mörk fyrir Gummersbach í leiknum en Vid Kavticnik skoraði tólf mörk fyrir Kiel, þar af sex úr vítum.

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar í Rhein-Neckar Löwen lögðu Nordhorn á heimavelli 32-29. Guðjón skoraði eitt mark í leiknum. Flensburg vann stórsigur á Wetzlar á heimavelli 35-25.

Kiel er langefst í deildinni með 45 stig, tíu stigum meira en Lemgo sem á leik til góða og situr í öðru sætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×