Handbolti

Íslendingalið komust í undanúrslit bikarsins

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðjón Valur fór á kostum í kvöld.
Guðjón Valur fór á kostum í kvöld. Nordic Photos/Bongarts

Íslendingaliðin Rhein-Neckar Löwen, Gummersbach og Kiel tryggðu sér öll sæti í undanúrslitum þýska bikarsins í kvöld. Hamburg tók fjórða sætið í undanúrslitunum.

Löwen lagði Dusseldorf auðveldlega, 40-32, þar sem Guðjón Valur Sigurðsson fór á kostum og skoraði 11 mörk fyrir Löwen.

Gummersbach lenti í miklum spennuleik gegn Nordhorn en hafði að lokum sigur, 25-24. Róbert Gunnarsson skoraði 3 mörk fyrir Gummersbach.

Kiel rúllaði yfir Wetzlar, 31-23, og Hamburg vann einnig auðveldan sigur á Minden, 24-18.

Undanúrslitin og úrslitin í Þýskalandi eru ávallt spiluð yfir eina helgi í Hamburg og þangað vilja allir leikmenn komast.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×