HM-samantekt: Grimm örlög Norðmanna og Þjóðverja Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. janúar 2009 21:29 Norðmenn voru heldur niðurlútir í leikslok. Nordic Photos / AFP Handbolti getur verið ótrúleg íþrótt. Noregur var hársbreidd frá sæti í undanúrslitunum en spilar þess í stað um níunda sætið við Slóvakíu. Ótrúlegri lokaumferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta í Króatíu er lokið. Evrópumeistarar Dana unnu fyrr í dag sigur á heimsmeisturum Þjóðverja, 27-25, og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins. Þýskaland var þar með enn með fimm stig, rétt eins og Serbía. Noregur og Pólland voru bæði með fjögur stig fyrir leik liðanna í kvöld. Staðan var 30-30 þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka og Norðmenn með boltann í sókn. Þeir fórnuðu markverðinum fyrir sjöunda manninn sem missti boltann ótrúlega klaufalega frá sér og Pólverjar tryggðu sér sigur með því að skora í autt markið frá eigin vallarhelmingi. Pólverjar fóru þar með í sex stig en skildu Norðmenn eftir í fjórum stigum og í fimmta sæti riðilsins. Hefði þessum leik lyktað með jafntefli hefðu fjögur lið verið jöfn með fimm stig og Þýskaland staðið best þeirra með besta markahlutfallið og þar með farið í undanúrslit. Hreint ótrúleg atburðarás en niðurstaðan er afar sætur sigur Pólverja sem fögnuðu gríðarlega í leikslok. Niðurstaðan í hinum milliriðlinum var löngu orðin ljós. Frakkar og Króatar voru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en þessi lið mættust í kvöld þar sem lykilmenn í báðum liðum voru hvíldir. Króatía vann leikinn, 22-19, og mæta því Pólverjum í undanúrslitunum. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Frakkland og Danmörk. Margir veðja á að það verði einmitt Frakkland og Króatía sem mætast í úrslitunum. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins á HM í handbolta í Króatíu og skoðar framhaldið á mótinu.Milliriðill 1:Úrslit: Ungverjaland - Suður-Kórea 28-27 Slóvakía - Svíþjóð 26-27 Frakkland - Króatía 19-22Lokastaðan: Króatía 10 stig (+19 í markatölu) Frakkland 8 (+27) Ungverjaland 5 (-8) Svíþjóð 4 (-5) Slóvakía 3 (-13) Suður-Kórea 0 (-20) Frétt: Ungverjar spila um fimmta sætið Sem fyrr segir voru úrslit í þessum riðli löngu ráðin. Leikur Frakka og Króata var þýðingarlaus en Ungverjar fögnuðu mjög eftir að þeir lögðu Suður-Kórea naumlega og tryggðu sér þar með réttinn að spila um fimmta sætið á mótinu. Svíar spila um sjöunda sætið og hefðu sjálfsagt viljað fara lengra á þessu móti. Slóvakía spilar um níunda sætið og Suður-Kórea um það ellefta. En ljóst er að Frakkar og Króatar eru í algjörum sérflokki á þessu móti miðað við gang liðanna hingað til. Þótt erfitt sé að fullyrða um nokkuð slíkt er ljóst að það er langlíklegast að þessi tvö lið munu aftur mætast á mótinu og þá í úrslitaleiknum.Milliriðill 2:Úrslit: Makedónía - Serbía 28-32 Þýskaland - Danmörk 25-27 Pólland - Noregur 31-30Lokastaðan: Danmörk 8 stig (+11 í markatölu) Pólland 6 (+9) Þýskaland 5 (+14) Serbía 5 (-8) Noregur 4 (-3) Makedónía 2 (-23) Frétt: Danir í undanúrslit Frétt: Þjóðverjar eiga enn möguleika Frétt: Hrikalegt klúður Norðmanna - Pólverjar í undanúrslit Á meðan að Frakkar og Króatar höfðu það náðugt í dag og gátu leyft sér að hvíla sína sterkustu menn voru Danir og Pólverjar að berjast með kjafti og klóm fyrir sæti sínu í undanúrslitunum. Það gæti vegið þungt en leikmenn fá nú þrjá daga til að hvíla sig fyrir næstu leiki sem verða á föstudaginn. Heimsmeistararnir munu ekki verja titil sinn á mótinu og mæta Ungverjum í leik um fimmta sætið á fimmtudaginn. Serbar geta vel við unað en örlög Norðmanna eru afar grimm. Það verður ekki annað sagt. Makedónía sló út Ísland í undankeppni mótsins og gerðu vel með því að komast í milliriðlakeppnina. Þeir spila um ellefta sætið á mótinu sem er fínn árangur fyrir þá.Undanúrslit: Undanúrslitin fara fram á föstudaginn. 16.30: Danmörk - Frakkland 19.30: Króatía - PóllandLeikir um 5.-12. sætið: Liðin sem ekki komust úr milliriðlunum tveimur í undanúrslitin keppa á fimmtudaginn um sæti á mótinu. Liðin sem urðu í þriðja sæti í sínum riðli keppa um fimmta sætið og svo framvegis:Leikirnir: 11. sætið: Suður-Kórea - Makedónía (11.30) 9. sætið: Slóvakía - Noregur (19.15) 7. sætið: Svíþjóð - Serbía (16.30) 5. sætið: Ungverjaland - Þýskaland (14.00)Forsetabikarinn: Í dag lauk hinum svokallaða Forsetabikar þar sem þau tólf lið sem ekki komust í milliriðlakeppnina kepptu sín á milli. Í dag var svo leikið um tólf neðstu sætin á mótinu og kom það ekki á óvart að Spánverjar voru þar hlutskarpastir eftir sigur á Egyptum í leik um þrettánda sætið. Rússar vilja sjálfsagt gleyma þessu móti sem allra fyrst. Þeir töpuðu í dag fyrir Rúmeníu í leik um fimmtánda sætið og luku því keppni í sextánda sætinu.Úrslitin: Ástralía - Sádí-Arabía 19-23 Kúvæt - Brasilía 24-27 Kúba - Alsír 27-34 Argentína - Túnis 23-29 Rúmenía - Rússland 42-38 Spánn - Egyptaland 28-24 24. sæti: Ástralía 23. sæti: Sádí-Arabía 22. sæti: Kúvæt 21. sæti: Brasilía 20. sæti: Kúba 19. sæti: Alsír 18. sæti: Argentína 17. sæti: Túnis 16. sæti: Rússland 15. sæti: Rúmenía 14. sæti: Egyptaland 13. sæti: Spánn Handbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira
Handbolti getur verið ótrúleg íþrótt. Noregur var hársbreidd frá sæti í undanúrslitunum en spilar þess í stað um níunda sætið við Slóvakíu. Ótrúlegri lokaumferð milliriðlakeppninnar á HM í handbolta í Króatíu er lokið. Evrópumeistarar Dana unnu fyrr í dag sigur á heimsmeisturum Þjóðverja, 27-25, og tryggðu sér þar með efsta sæti riðilsins. Þýskaland var þar með enn með fimm stig, rétt eins og Serbía. Noregur og Pólland voru bæði með fjögur stig fyrir leik liðanna í kvöld. Staðan var 30-30 þegar fimmtán sekúndur voru til leiksloka og Norðmenn með boltann í sókn. Þeir fórnuðu markverðinum fyrir sjöunda manninn sem missti boltann ótrúlega klaufalega frá sér og Pólverjar tryggðu sér sigur með því að skora í autt markið frá eigin vallarhelmingi. Pólverjar fóru þar með í sex stig en skildu Norðmenn eftir í fjórum stigum og í fimmta sæti riðilsins. Hefði þessum leik lyktað með jafntefli hefðu fjögur lið verið jöfn með fimm stig og Þýskaland staðið best þeirra með besta markahlutfallið og þar með farið í undanúrslit. Hreint ótrúleg atburðarás en niðurstaðan er afar sætur sigur Pólverja sem fögnuðu gríðarlega í leikslok. Niðurstaðan í hinum milliriðlinum var löngu orðin ljós. Frakkar og Króatar voru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en þessi lið mættust í kvöld þar sem lykilmenn í báðum liðum voru hvíldir. Króatía vann leikinn, 22-19, og mæta því Pólverjum í undanúrslitunum. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Frakkland og Danmörk. Margir veðja á að það verði einmitt Frakkland og Króatía sem mætast í úrslitunum. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins á HM í handbolta í Króatíu og skoðar framhaldið á mótinu.Milliriðill 1:Úrslit: Ungverjaland - Suður-Kórea 28-27 Slóvakía - Svíþjóð 26-27 Frakkland - Króatía 19-22Lokastaðan: Króatía 10 stig (+19 í markatölu) Frakkland 8 (+27) Ungverjaland 5 (-8) Svíþjóð 4 (-5) Slóvakía 3 (-13) Suður-Kórea 0 (-20) Frétt: Ungverjar spila um fimmta sætið Sem fyrr segir voru úrslit í þessum riðli löngu ráðin. Leikur Frakka og Króata var þýðingarlaus en Ungverjar fögnuðu mjög eftir að þeir lögðu Suður-Kórea naumlega og tryggðu sér þar með réttinn að spila um fimmta sætið á mótinu. Svíar spila um sjöunda sætið og hefðu sjálfsagt viljað fara lengra á þessu móti. Slóvakía spilar um níunda sætið og Suður-Kórea um það ellefta. En ljóst er að Frakkar og Króatar eru í algjörum sérflokki á þessu móti miðað við gang liðanna hingað til. Þótt erfitt sé að fullyrða um nokkuð slíkt er ljóst að það er langlíklegast að þessi tvö lið munu aftur mætast á mótinu og þá í úrslitaleiknum.Milliriðill 2:Úrslit: Makedónía - Serbía 28-32 Þýskaland - Danmörk 25-27 Pólland - Noregur 31-30Lokastaðan: Danmörk 8 stig (+11 í markatölu) Pólland 6 (+9) Þýskaland 5 (+14) Serbía 5 (-8) Noregur 4 (-3) Makedónía 2 (-23) Frétt: Danir í undanúrslit Frétt: Þjóðverjar eiga enn möguleika Frétt: Hrikalegt klúður Norðmanna - Pólverjar í undanúrslit Á meðan að Frakkar og Króatar höfðu það náðugt í dag og gátu leyft sér að hvíla sína sterkustu menn voru Danir og Pólverjar að berjast með kjafti og klóm fyrir sæti sínu í undanúrslitunum. Það gæti vegið þungt en leikmenn fá nú þrjá daga til að hvíla sig fyrir næstu leiki sem verða á föstudaginn. Heimsmeistararnir munu ekki verja titil sinn á mótinu og mæta Ungverjum í leik um fimmta sætið á fimmtudaginn. Serbar geta vel við unað en örlög Norðmanna eru afar grimm. Það verður ekki annað sagt. Makedónía sló út Ísland í undankeppni mótsins og gerðu vel með því að komast í milliriðlakeppnina. Þeir spila um ellefta sætið á mótinu sem er fínn árangur fyrir þá.Undanúrslit: Undanúrslitin fara fram á föstudaginn. 16.30: Danmörk - Frakkland 19.30: Króatía - PóllandLeikir um 5.-12. sætið: Liðin sem ekki komust úr milliriðlunum tveimur í undanúrslitin keppa á fimmtudaginn um sæti á mótinu. Liðin sem urðu í þriðja sæti í sínum riðli keppa um fimmta sætið og svo framvegis:Leikirnir: 11. sætið: Suður-Kórea - Makedónía (11.30) 9. sætið: Slóvakía - Noregur (19.15) 7. sætið: Svíþjóð - Serbía (16.30) 5. sætið: Ungverjaland - Þýskaland (14.00)Forsetabikarinn: Í dag lauk hinum svokallaða Forsetabikar þar sem þau tólf lið sem ekki komust í milliriðlakeppnina kepptu sín á milli. Í dag var svo leikið um tólf neðstu sætin á mótinu og kom það ekki á óvart að Spánverjar voru þar hlutskarpastir eftir sigur á Egyptum í leik um þrettánda sætið. Rússar vilja sjálfsagt gleyma þessu móti sem allra fyrst. Þeir töpuðu í dag fyrir Rúmeníu í leik um fimmtánda sætið og luku því keppni í sextánda sætinu.Úrslitin: Ástralía - Sádí-Arabía 19-23 Kúvæt - Brasilía 24-27 Kúba - Alsír 27-34 Argentína - Túnis 23-29 Rúmenía - Rússland 42-38 Spánn - Egyptaland 28-24 24. sæti: Ástralía 23. sæti: Sádí-Arabía 22. sæti: Kúvæt 21. sæti: Brasilía 20. sæti: Kúba 19. sæti: Alsír 18. sæti: Argentína 17. sæti: Túnis 16. sæti: Rússland 15. sæti: Rúmenía 14. sæti: Egyptaland 13. sæti: Spánn
Handbolti Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Sjá meira