Handbolti

Ciudad Real vann Kiel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson í leik með Ciudad Real.
Ólafur Stefánsson í leik með Ciudad Real. Mynd/Vilhelm

Evrópumeistarar Ciudad Real mættu í kvöld Þýskalandsmeisturum Kiel í milliriðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Ciudad Real vann leikinn, 35-33, eftir að staðan var 18-18 í hálfleik.

Þetta er fyrsti tapleikur Kiel í riðlakeppninni en liðin hlutu bæði tíu stig í riðlinum. Kiel er með betra markahlutfall og er því sigurvegari riðilsins.

Bæði lið komast áfram í fjórðungsúrslit keppninnar. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel en Ólafur Stefánsson leikur með Ciudad Real en komst ekki á blað í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×