Handbolti

Sigur á sigurhátið Kiel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð og félagar skemmta sér hér konunglega fyrir leik.
Alfreð og félagar skemmta sér hér konunglega fyrir leik. Nordic Photos/Bongarts

Það var mikið um dýrðir í Kiel í kvöld þegar áhorfendur hylltu Þýskalandsmeistarana fyrir og eftir leik gegn Wetzlar. Ekki þótti áhorfendum verra að Kiel skyldi vinna leikinn í kvöld, 36-28.

Kiel haft algjöra yfirburði í þýska boltanum í vetur og titillinn í húsi þó svo nóg sé eftir af mótinu. Alfreð Gíslason því heldur betur stimplað sig inn á fyrsta ári með liðið. 

Filip Jicha markahæstur hjá Kiel í kvöld með 9 mörk.

Guðjón Valur Sigurðsson skoraði 6 mörk, þar af 2 úr vítum, er Rhein-Neckar Löwen vann auðveldan útisigur á Stralslunder, 21-38.

Gummersbach vann einnig góðan sigur á Dormagen, 32-26, þar sem Róbert Gunnarsson skoraði 6 mörk fyrir Gummersbach.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×