Strákunum í 19 ára landsliðinu tókst ekki að vinna fyrsta gull Íslands á heimsmeistaramóti þegar liðið mætti gríðarlega öflugu króatísku liðið í úrslitaleiknum á Heimsmeistaramóti 19 ára landsliða í Túnis í kvöld. Króatar unnu öruggan fimm marka sigur, 35-40.
Íslenska liðið komst lítið áleiðis gegn líkamlega sterkri vörn Króatanna og það var aðeins þegar hraðaupphlaupin fóru að ganga um tíma í fyrri hálfleik þar sem íslenska liðið náði að bíta eitthvað frá sér.
Slæm byrjun í seinni hálfleik braut íslenska liðið sem átti ekki mikla möguleika eftir að hafa lent aftur sex mörkum undir í upphafi seinni hálfleiks. Bensínið var hreinlega búið og niðurstaðan var því mikil vonbrigði.
Ólafur Guðmundsson skoraði átta mörk í leiknum og varð þriðji markahæsti leikmaður mótsins með 48 mörk í sjö leikjum.
Svíar unnu bronsið eftir 30-27 sigur á Túnis í leiknum um 3. sætið en Svíar voru 16-15 yfir í hálfleik.
Ísland-Króatía 35-40 (15-19)
Mörk Íslands: Ólafur Guðmundsson 8, Guðmundur Árni Ólafsson 6/3, Örn Ingi Bjarkason 5, Oddur Grétarsson 5, Aron Pálmarsson 4, Ragnar Jóhannsson 4, , Heimir Heimsson 2, Stefán Sigurmannsson 2.
Varin skot: Arnór Stefánsson 10, Kristófer Guðmundsson 4/1.