Handbolti

Enginn Íslendingaslagur í Meistaradeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Félög Ólafs og Alexanders eru bæði með í Meistaradeildinni.
Félög Ólafs og Alexanders eru bæði með í Meistaradeildinni. Mynd/Vilhelm

Það verður enginn Íslendingaslagur í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í handknattleik en dregið var rétt áðan.

Evrópumeistarar Ciudad Real, með Ólaf Stefánsson í broddi fylkingar, mæta ungverska liðinu Veszprem. Ungverska liðið var einmitt með Haukum í riðlakeppninni og komu Haukar skemmtilega á óvart með því að leggja þetta sterka lið að Ásvöllum.

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel mæta Croatia Zagreb sem hefur innan sinna raða marga króatíska landsliðsmenn.

Guðjón Valur Sigurðsson og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen mæta rússneska liðinu Chohovski Medvedi.

Flensburg, lið Alexander Petersson, mætir síðan Hamburg í Þýskalandsslag.

Það gæti því farið svo að Íslendingar verði á mála hjá öllum liðunum í undanúrslitum.

Drátturinn, spilað 28. mars og 4. apríl:

Croatia Zagreb - Kiel

Ciudad Real - Veszprem

Flensburg - Hamburg

Chehovski Medved - Rhein-Neckar Löwen








Fleiri fréttir

Sjá meira


×