Handbolti

EHF heldur áfram að rannsaka Kiel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Orðspor Noka Serdarusic er undir í mútumálinu.
Orðspor Noka Serdarusic er undir í mútumálinu. Nordic Photos/Getty Images

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur lokið skoðun sinni á leik Flensburg og Kiel í Meistaradeildinni þar sem því er haldið fram að dómurum hafi verið mútað.

EHF segir fátt benda til þess, eftir skoðun á leiknum, að dómurum hafi verið mútað þó færi megi rök fyrir því í nokkur skipti að dómar hafi fallið með Kiel.

EHF er samt ekki hætt að rannsaka leikinn og lætur aðra nefnd sem er óháð handboltahreyfingunni skoða leikinn.

Í kjölfar ásakanna síðustu vikna hefur EHF einnig ákveðið að allir Evrópuleikir Kiel á árunum 2000 til 2009 verði skoðaðir af sérstakri nefnd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×