Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra: Verk að vinna 30. desember 2009 06:00 Árið 2009 var um margt ágætt ár, að minnsta kosti sé tekið tillit til þeirrar vöggugjafar sem það fékk frá forverum sínum. Á líðandi ári skýrðist smám saman við hvaða vanda við Íslendingar eigum að etja í efnahagsmálum og hverjar rætur hans eru. Jafnframt kom í ljós hvað gera þarf til að leysa vandann. Verkefnin fram undan eru vissulega flókin og það mun taka tíma að leysa þau. Sjaldan hefur hugtakið þjóðarátak átt betur við. Það er hins vegar engin ástæða til að láta fallast hendur. Engin þeirra verkefna sem við stöndum frammi fyrir eru óleysanleg, því fer fjarri. Lífskjör munu batnaEkki er útlit fyrir annað en að lífskjör Íslendinga á 21. öldinni verði með þeim allra bestu í heiminum, líkt og þau hafa verið áratugum saman. Þau verða fyrirsjáanlega innan fárra ára orðin betri en þau hafa nokkurn tíma verið í þær rúmu ellefu aldir sem landið hefur verið í byggð. Því má ekki gleyma að þótt tekjur landsmanna hafi dregist nokkuð saman voru þær á undanförnum árum afar háar, jafnt í sögulegum sem alþjóðlegum samanburði – og eru það enn. fjögur verkefniHelstu viðfangsefnin eru ferns konar. Í fyrsta lagi þarf að vinna úr miklum skuldavanda fyrirtækja og heimila. Fjölmörg fyrirtæki þurfa nú að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Þetta er afar umfangsmikið verkefni sem verður fyrst og fremst unnið innan fjármálastofnana og viðkomandi fyrirtækja. Í öðru lagi þarf að ná tökum á fjármálum hins opinbera. Snúa þarf gríðarlegum fjárlagahalla við með niðurskurði og aukinni tekjuöflun og ná að lokum afgangi. Þetta verkefni snýr fyrst og fremst að ríkinu en snertir vitaskuld landsmenn alla. Í þriðja lagi þarf að bregðast við samdrætti í sumum greinum efnahagslífsins, svo sem fjármálaþjónustu, byggingageiranum og þeim sem tengjast innflutningi. Í þeirra stað þurfa aðrar greinar að vaxa og fjölga starfsmönnum. Á meðan breytingarnar standa yfir má búast við að atvinnuleysi verði meira en alla jafna. Meðal greina sem hafa svigrúm til vaxtar má nefna útflutning og þær sem keppa við innflutning. Í báðum tilfellum styður lækkun gengis krónunnar frá óraunhæfu gengi bóluáranna við vöxtinn. Hér má þegar sjá mörg mjög jákvæð teikn á lofti og þeim ætti að fara ört fjölgandi á næsta ári. Í fjórða lagi þarf að fara yfir allt regluverk íslensks efnahagslífs, löggjöf og aðra þætti. Draga þarf fram hverjar brotalamirnar voru. Að því marki sem lög voru brotin þarf að sanna hverjir gerðu það og draga þá til ábyrgðar í samræmi við reglur réttarríkisins. Þar sem eftirlit brást þarf að rannsaka og bæta úr. Horfa þarf bæði fram á veginn og til liðinna atburða. Annars vegar þarf að leiða í ljós hvað fór úrskeiðis og hvers vegna – hins vegar læra af reynslunni og móta nýja umgjörð sem tryggir að leikurinn verði ekki endurtekinn. Bóluhagkerfið sem hvarfAllt eru þetta verðug verkefni en við höfum alla burði til að takast á við þau. Vinna við þau öll er þegar hafin en komin mislangt á veg. Takist okkur vel upp verður hruns íslenska fjármálakerfisins fyrr en varir ekki bara minnst vegna bóluhagkerfisins sem hvarf heldur miklu frekar vegna þess heilbrigða hagkerfis sem kom í þess stað. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Árið 2009 var um margt ágætt ár, að minnsta kosti sé tekið tillit til þeirrar vöggugjafar sem það fékk frá forverum sínum. Á líðandi ári skýrðist smám saman við hvaða vanda við Íslendingar eigum að etja í efnahagsmálum og hverjar rætur hans eru. Jafnframt kom í ljós hvað gera þarf til að leysa vandann. Verkefnin fram undan eru vissulega flókin og það mun taka tíma að leysa þau. Sjaldan hefur hugtakið þjóðarátak átt betur við. Það er hins vegar engin ástæða til að láta fallast hendur. Engin þeirra verkefna sem við stöndum frammi fyrir eru óleysanleg, því fer fjarri. Lífskjör munu batnaEkki er útlit fyrir annað en að lífskjör Íslendinga á 21. öldinni verði með þeim allra bestu í heiminum, líkt og þau hafa verið áratugum saman. Þau verða fyrirsjáanlega innan fárra ára orðin betri en þau hafa nokkurn tíma verið í þær rúmu ellefu aldir sem landið hefur verið í byggð. Því má ekki gleyma að þótt tekjur landsmanna hafi dregist nokkuð saman voru þær á undanförnum árum afar háar, jafnt í sögulegum sem alþjóðlegum samanburði – og eru það enn. fjögur verkefniHelstu viðfangsefnin eru ferns konar. Í fyrsta lagi þarf að vinna úr miklum skuldavanda fyrirtækja og heimila. Fjölmörg fyrirtæki þurfa nú að ganga í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu. Þetta er afar umfangsmikið verkefni sem verður fyrst og fremst unnið innan fjármálastofnana og viðkomandi fyrirtækja. Í öðru lagi þarf að ná tökum á fjármálum hins opinbera. Snúa þarf gríðarlegum fjárlagahalla við með niðurskurði og aukinni tekjuöflun og ná að lokum afgangi. Þetta verkefni snýr fyrst og fremst að ríkinu en snertir vitaskuld landsmenn alla. Í þriðja lagi þarf að bregðast við samdrætti í sumum greinum efnahagslífsins, svo sem fjármálaþjónustu, byggingageiranum og þeim sem tengjast innflutningi. Í þeirra stað þurfa aðrar greinar að vaxa og fjölga starfsmönnum. Á meðan breytingarnar standa yfir má búast við að atvinnuleysi verði meira en alla jafna. Meðal greina sem hafa svigrúm til vaxtar má nefna útflutning og þær sem keppa við innflutning. Í báðum tilfellum styður lækkun gengis krónunnar frá óraunhæfu gengi bóluáranna við vöxtinn. Hér má þegar sjá mörg mjög jákvæð teikn á lofti og þeim ætti að fara ört fjölgandi á næsta ári. Í fjórða lagi þarf að fara yfir allt regluverk íslensks efnahagslífs, löggjöf og aðra þætti. Draga þarf fram hverjar brotalamirnar voru. Að því marki sem lög voru brotin þarf að sanna hverjir gerðu það og draga þá til ábyrgðar í samræmi við reglur réttarríkisins. Þar sem eftirlit brást þarf að rannsaka og bæta úr. Horfa þarf bæði fram á veginn og til liðinna atburða. Annars vegar þarf að leiða í ljós hvað fór úrskeiðis og hvers vegna – hins vegar læra af reynslunni og móta nýja umgjörð sem tryggir að leikurinn verði ekki endurtekinn. Bóluhagkerfið sem hvarfAllt eru þetta verðug verkefni en við höfum alla burði til að takast á við þau. Vinna við þau öll er þegar hafin en komin mislangt á veg. Takist okkur vel upp verður hruns íslenska fjármálakerfisins fyrr en varir ekki bara minnst vegna bóluhagkerfisins sem hvarf heldur miklu frekar vegna þess heilbrigða hagkerfis sem kom í þess stað.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira