Helena Sverrisdóttir og félgar í bandaríska háskólaliðinu TCU unnu í nótt sigur á UNLV, 75-46.
Helena var næststigahæsti leikmaður TCU og skoraði sextán stig. Hún gaf tíu stoðsendingar og tók fimm fráköst auk þess sem hún stal fimm boltum.
Helena skoraði fyrstu fimm stig TCU í leiknum en hún og TK LaFleur skoruðu samtals 27 af 44 stigum TCU í fyrri hálfleik.
TCU hefur alls unnið fimmtán af 23 leikjum sínum á tímabilinu, þar af sjö af tíu leikjum í Mountain West-deildinni.