Handbolti

Kiel mætir Rhein-Neckar Löwen

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen.
Guðjón Valur Sigurðsson í leik með Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / Getty Images

Í dag var dregið í undanúrslit þýsku bikarkeppninnar sem fer fram í Hamburg í byrjun maí.

Hamburg mætir Gummersbach og þá verður Íslendingaslagur þegar að Rhein-Neckar Löwen mætir Kiel í hinni undanúrslitaviðureigninni.

Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel en Guðjón Valur Sigurðsson leikur með Löwen. Þeir voru áður samherjar hjá Gummersbach, þar sem Róbert Gunnarsson leikur enn.

Úrslitin fara fram sömu helgina í Hamburg.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×