Handbolti

Kiel orðið meistari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð Gíslason getur leyft sér að brosa í kvöld.
Alfreð Gíslason getur leyft sér að brosa í kvöld. Nordic Photos/Bongarts

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans hjá Kiel urðu í kvöld þýskir meistarar í handbolta og það án þess að spila. Ástæðan er sú að eina liðið sem átti tölfræðilega möguleika á að ná liðinu, HSV, tapaði fyrir Flensburg, 32-28.

Það getur því ekkert lið náð Kiel lengur sem er orðið meistari og verður eflaust fagnað mikið annað kvöld þegar Kiel á heimaleik gegn Wetzlar.

Alexander Petersson var í leikmannahópi Flensburg en skoraði ekki.

Lasse Boesen skoraði 10 mörk fyrir Flensburg og Oscar Carlen 6.

Hjá HSV var Hans Lindberg markahæstur með 7 mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×